Fræðslu- og lýðheilsuráð

9. fundur 09. maí 2022 kl. 13:30 - 15:15 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Tryggvi Már Ingvarsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs
Dagskrá
Viðar Valdimarsson M-lista boðaði forföll fyrir sig og varafulltrúa.

1.Staða innritunar í leikskóla og hjá dagforeldrum

Málsnúmer 2021023252Vakta málsnúmer

Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi gerði grein fyrir stöðu innritunar í leikskóla Akureyrarbæjar haustið 2022.

Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sátu fundinn undir þessum lið.
Akureyrarbær hefur boðið foreldrum allra barna, sem sóttu um fyrir 1. febrúar 2022 og verða 12 mánaða fyrir 1. september 2022 leikskólapláss.

Fræðslu- og lýðheilsuráð telur gleðilegt að þrír aðilar hafi nú þegar sótt um leyfi til að gerast dagforeldrar í heimahúsum.


Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að halda kynningarfund um starfsumhverfi dagforeldra og þá hvata sem sveitarfélagið býður upp á.

2.Rekstur fræðslu- og lýðheilsusviðs 2022

Málsnúmer 2022030187Vakta málsnúmer

Árni K. Bjarnason rekstrarstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs gerði grein fyrir fjárhagsstöðu sviðsins fyrstu þrjá mánuði ársins.

Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sátu fundinn undir þessum lið.

3.Leikskóli og hjúkrunarheimili - breyting á deiliskipulagi Síðuskóla

Málsnúmer 2022010712Vakta málsnúmer

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi kom á fundinn og kynnti breytingu á deiliskipulagi á lóð Síðuskóla.

Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sátu fundinn undir þessum lið.
Út frá fyrirliggjandi hugmyndum hefur fræðslu- og lýðheilsuráð áhyggjur af framtíðar möguleikum á stækkun Síðuskóla og byggingu nýs leikskóla á svæðinu vestan Síðuskóla sérstaklega með hliðsjón af uppbyggingu Móahverfis.

4.Velferðarvaktin - tillögur til ríkis og sveitarfélaga vegna brotthvarfs úr framhaldsskólum

Málsnúmer 2022050260Vakta málsnúmer

Að frumkvæði Sambands íslenskra sveitarfélaga er skýrsla Velferðarvaktarinnar, Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum, lögð fram til kynningar.

Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að taka fyrir tillögur Velferðarvaktarinnar á samráðsfundi grunnskólastjóra.

5.Ósk um viðauka vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál (ÍSAT)

Málsnúmer 2022042643Vakta málsnúmer

Seinni umræða um ósk um viðauka vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál (ÍSAT).

Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 12,1 milljónir króna og vísar til bæjarráðs.

6.Þakkir til starfsfólks leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2022050162Vakta málsnúmer

Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vill koma sérstökum þökkum til starfsfólks leik-, grunn- og tónlistarskóla. Mikið hefur mætt á starfsfólki undanfarin ár vegna covid-19 faraldursins og hefur þeim tekist að halda úti afar faglegu starfi, sýnt einstaka þrautseigju og útsjónarsemi við krefjandi aðstæður.

7.Skátafélagið Klakkur - styrktarsamningur 2022

Málsnúmer 2022042681Vakta málsnúmer

Erindi frá skátafélaginu Klakki þar sem óskað er eftir endurnýjun á rekstrarsamningi. Fyrri samningur gilti fyrir árin 2019, 2020 og 2021 og rann út um síðustu áramót.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Skátafélaginu Klakki fyrir erindið. Ráðið samþykkir að gera samning til eins árs að upphæð kr. 780.000.

8.Sjávarútvegsskólinn - ósk um styrk

Málsnúmer 2022050031Vakta málsnúmer

Sjávarútvegsskólinn hefur sent inn erindi með ósk um styrk vegna námskeiðahalds fyrir börn í vinnuskólanum. Undanfarin ár hafa námskeiðin verið hluti af námskeiðahaldi vinnuskólans og í upphafi komu þau til að frumkvæði Sjávarútvegsskólans. Sótt er um ótilgreinda upphæð.
Fræðslu- og lýðheilsuráð getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 15:15.