Austurbrú 6-8 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021011828

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 800. fundur - 05.02.2021

Erindi dagsett 28. janúar 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Inga Jóhanns Guðmundssonar, Sigrúnar Lilju Guðbjartsdóttur, Skúla Gunnars Ágústssonar og Fjólu Þuríðar Stefánsdóttur sækir um leyfi til að gera svalir á norðurhlið og setja upp arinn ásamt reykröri upp úr þaki í íbúð 0304 og svalir á austurhlið íbúðar 0301 í Austurbrú 6-8. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 352. fundur - 10.02.2021

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 28. janúar 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Inga Jóhanns Guðmundssonar, Sigrúnar Lilju Guðbjartsdóttur, Skúla Gunnars Ágústssonar og Fjólu Þuríðar Stefánsdóttur sækir um leyfi til að gera svalir á norðurhlið og setja upp arinn ásamt reykröri upp úr þaki í íbúð 0304 og svalir á austurhlið íbúðar 0301 í Austurbrú 6-8. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að bætt verði við svölum við íbúðir 0301 og 0304 ásamt reykröki upp úr þaki í íbúð 0304. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna tillöguna en forsenda samþykktar á breytingunni er að fyrir liggi samþykki allra eigenda Austurbrúar 6-8 sbr. ákvæði fjöleignahúsalaga. Er umsókn um byggingarleyfi vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa þegar samþykki eigenda liggur fyrir.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 817. fundur - 10.06.2021

Erindi dagsett 28. janúar 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Inga Jóhanns Guðmundssonar, Sigrúnar Lilju Guðbjartsdóttur, Skúla Gunnars Ágústssonar og Fjólu Þuríðar Stefánsdóttur sækir um leyfi til að gera franskar svalir á norðurhlið í íbúð 0304 og svalir á austurhlið íbúðar 0301 í Austurbrú 6-8. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomið samþykki meðeigenda 10. júní 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.