Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

817. fundur 10. júní 2021 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson verkefnastjóri
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir
Dagskrá

1.Margrétarhagi 7-9 (5-7) - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090154Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2021 þar sem Víðir Guðmundsson fyrir hönd Daoprakai Saosim og Guðmundar L. Helgasonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 7-9 við Margrétarhaga. Breyta á burðarvirki, stækka bílgeymslur, innréttingu og breyta gluggum. Innkomnar eru nýjar teikningar eftir Birgi Ágústsson þann 2. júní 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Strandgata 53 - umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu skúrs

Málsnúmer 2018110072Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2019 þar sem Sigurður Norðfjörð Guðmundsson sækir um fyrir sína hönd og fyrir hönd Steingríms Norðfjörð Sigurðssonar, byggingarleyfi fyrir endurbyggingu skúrs á lóð nr. 53 við Strandgötu. Innkomnar nýjar teikningar eftir Kristján Eldjárn Hjartarson þann 2. júní 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Nonnahagi 12-20 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019110235Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. nóvember 2019 þar sem Kristinn Rúnar Victorsson fyrir hönd VA-verktaka ehf., sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð 12-20 við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 1. júní 2021.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

4.Þingvallastræti 41 - umsókn um byggingarleyfi fyrir mastri á spennistöð

Málsnúmer 2020090023Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. september 2020 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um byggingarleyfi fyrir 6 m mastri á þak spennistöðvar Norðurorku við Þingvallastræti, L149796. Meðfylgjandi er aðaluppdráttur. Meðfylgjandi er samþykki Isavia.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Austurbrú 6-8 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021011828Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. janúar 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Inga Jóhanns Guðmundssonar, Sigrúnar Lilju Guðbjartsdóttur, Skúla Gunnars Ágústssonar og Fjólu Þuríðar Stefánsdóttur sækir um leyfi til að gera franskar svalir á norðurhlið í íbúð 0304 og svalir á austurhlið íbúðar 0301 í Austurbrú 6-8. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomið samþykki meðeigenda 10. júní 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Gleráreyrar 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021060014Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júní 2021 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd EF1 ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á rými 42 í húsi nr. 1 við Gleráreyrar, Glerártorgi. Áður var kaffihús í rýminu en nú stendur til að opna kaffihús með lítillega breyttu sniði. Breyting á léttum veggjum innan rýmis ásamt færslu á innréttingum og hreinlætistækjum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svövu Björk Bragadóttir.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

7.Óðinsnes 2 - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2021060015Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júní 2021 frá Helga Má Halldórssyni þar sem hann fyrir hönd Byko ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir þremur sambyggðum 20 feta gámum undir áhaldaleigu. Meðfylgjandi er teikning eftir Helga Má Halldórsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

8.Óðinsnes 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021060028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júní 2021 frá Helga Má Halldórssyni þar sem hann fyrir hönd Smáragarðs ehf. sækir um leyfi til að gera vöruhurð á austurhlið og vindfang á norðurhlið hússins nr. 2 við Óðinsnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Helga Má Halldórsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

9.Ásabyggð 10 - umsókn um úrtak úr kantsteini fyrir bílastæði

Málsnúmer 2021060183Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2021 þar sem Elva Dögg Sigþórsdóttir sækir um leyfi til að útbúa bílastæði á lóð við Ásabyggð 10.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með að hámarki 7 metra úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.


10.Hrísalundur 1A - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021060284Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júní 2021 frá Hjálpræðishernum á Íslandi þar sem hann sækir um leyfi til að koma fyrir lyftu í vesturenda hússins. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hans-Olav Andersen.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

11.Kjarnagata 53 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021060323Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2021 frá Haraldi Árnasyni þar sem hann fyrir hönd Naustagötu 13 ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir jarðvegsskiptum fyrir hús á lóðinni nr. 53 við Kjarnagötu samkvæmt fyrirliggjandi tillögum eftir Harald Árnason og samþykkt deiliskipulag.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

12.Glerárgata 38 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021040979Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2021 þar sem Guðmundur Oddur Víðisson fyrir hönd Festi fasteigna ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 38 við Glerárgötu. Innkomar nýjar teikningar 1. júní 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

13.Hafnarstræti 95 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2021041291Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. apríl 2021 þar sem Jóhannes Þórðarson fyrir hönd Ríkiseigna sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 95 við Hafnarstræti. Fyrirhugað er að opna milli 5. og 6. hæðar með hringstiga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jóhannes Þórðarson. Innkomnar nýjar teikningar 7. maí 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

14.Nonnahagi 11 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021050570Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. maí 2021 þar sem Helgi Steinar Helgason fyrir hönd Þóris Arnars Kristjánssonar og Karenar Bjarkar Gunnarsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 11 við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Helga Steinar Helgason. Innkomnar nýjar teikningar 1. júní 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

15.Tungusíða 6 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021050431Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. maí 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 6 við Tungusíðu. Fyrirhugað er að gera breytingar á neðri hæð hússins mhl. 01 og neðri hæð mhl. 02. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 3. júní 2021.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

16.Þórunnarstræti 138 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021060011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júní 2021 frá Gísla Jóni Kristinssyni þar sem hann fyrir hönd Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sækir um leyfi til að breyta fangaklefum á 1. hæð í skrifstofuhúsnæði ásamt breytingu í kjallara. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Jón Kristinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Fundi slitið - kl. 14:30.