Ungmennafélag Akureyrar - stuðningur við frjálsíþróttaviðburði

Málsnúmer 2020060206

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 77. fundur - 10.06.2020

Drög að samningi við UFA lögð fram til samþykktar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

Frístundaráð - 78. fundur - 24.06.2020

Tekin fyrir að nýju drög að samningi við UFA vegna stuðnings við frjálsíþróttaviðburði. Erindið var áður á dagskrá frístundaráðs þann 10. júní sl.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundráð samþykkir samninginn.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 24. fundur - 30.01.2023

Erindi dagsett 6. janúar 2023 frá Arnari Elíassyni formanni UFA þar sem er óskað er eftir samkomulagi um styrkveitingu til þriggja ára vegna árlegra frjálsíþróttaviðburða á vegum félagsins á Akureyri.

Áheyrnarfulltrúi: Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir drög að samningi fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3797. fundur - 09.02.2023

Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 30. janúar 2023:

Erindi dagsett 6. janúar 2023 frá Arnari Elíassyni formanni UFA þar sem er óskað er eftir samkomulagi um styrkveitingu til þriggja ára vegna árlegra frjálsíþróttaviðburða á vegum félaga á Akureyri.

Áheyrnarfulltrúi Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsráð samþykkir eftirfarandi drög að samningi fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samningi við Ungmennafélag Akureyrar vegna stuðning við 1. maí hlaup UFA, grunnskólamót UFA í frjálsum íþróttum og Akureyrarhlaupið á tímabilinu 2023-2025 og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.