Fræðslu- og lýðheilsuráð

24. fundur 30. janúar 2023 kl. 13:00 - 15:00 Félagsheimili Þórs, Hamri við Skarðshlíð
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Bjarney Sigurðardóttir
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Tinna Guðmundsdóttir
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ísak Már Jóhannesson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu
Dagskrá

1.Fræðslu- og lýðheilsuráð - heimsókn í íþróttamannvirki

Málsnúmer 2022110690Vakta málsnúmer

Reimar Helgason, Ragnar Níels Steinsson, Fjalar Úlfarsson og Nói Björnsson frá Íþróttafélaginu Þór tóku á móti fræðslu- og lýðheilsuráði og sögðu frá starfsemi félagsins, framtíðaráformum og sýndu ráðinu mannvirki þess.

Áheyrnarfulltrúi: Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Reimari, Ragnari, Fjalari og Nóa kærlega fyrir kynninguna.

2.Íþróttafélaginn - stuðningur við íþróttaiðkun barna með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2022111455Vakta málsnúmer

Halla Birgisdóttir forstöðumaður tómstundamála og Salka Sigurðardóttir verkefnastjóri félagslegrar liðveislu kynntu ítarlegri verkáætlun að tilraunarverkefninu Íþróttafélaginn - stuðningur við íþróttaiðkun barna með fjölþættan vanda.

Linda Guðmundsdóttir íþróttafulltrúi Þórs sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnarfulltrúi: Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð fagnar verkefninu og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

3.Bílaklúbbur Akureyrar - umsókn um notkun á fjölnotahúsinu Boganum

Málsnúmer 2013040200Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. janúar 2023 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu félagsins 17. júní nk.

Reimar Helgason framkvæmdastjóri Þórs sat fundinn undir umræðum í þessum lið.

Áheyrnarfulltrúi: Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindið og heimilar notkun á Boganum undir bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar 2023.

4.Ungmennafélag Akureyrar - stuðningur við frjálsíþróttaviðburði

Málsnúmer 2020060206Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. janúar 2023 frá Arnari Elíassyni formanni UFA þar sem er óskað er eftir samkomulagi um styrkveitingu til þriggja ára vegna árlegra frjálsíþróttaviðburða á vegum félagsins á Akureyri.

Áheyrnarfulltrúi: Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir drög að samningi fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

5.Knattspyrnufélag Akureyrar - Öldungur 2023 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2023011078Vakta málsnúmer

Erindi frá Ástu Heiðrúnu Jónsdóttur f.h. Blakdeildar KA dagsett 19. janúar 2023 þar sem óskað er eftir aðgengi að íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar endurgjaldslaust eða fyrir lágmarkskostnað til að halda Öldungablakmótið 2023 á Akureyri.

Áheyrnarfulltrúi: Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindið og felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.

6.Styrkir til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafélaga (yfirlit)

Málsnúmer 2023011426Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram til kynningar yfirlit yfir styrki til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafélaga á árinu 2022.

Áheyrnarfulltrúi: Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

7.Rósenborg - framkvæmdir vegna FélAk

Málsnúmer 2023011504Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað vegna framkvæmda við Rósenborg vegna flutnings starfsstöðvar FélAk.

Áheyrnarfulltrúi: Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greiðslu á lausafjárleigu vegna framkvæmdanna og vísar afgreiðslunni til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Fundi slitið - kl. 15:00.