Nýting á moltu til ræktunar - atvinnuátaksverkefni vegna COVID-19

Málsnúmer 2020040389

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 76. fundur - 17.04.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 8. apríl 2020 varðandi nýtingu á moltu til ræktunnar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð er jákvætt fyrir þátttöku í verkefninu og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að útfæra kostnað, verkaskiptingu og skilgreiningu verkefna og bera undir ráðið á næstu dögum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 78. fundur - 15.05.2020

Minnisblað dagsett 6. maí 2020 varðandi atvinnuátaksverkefnið lagt fyrir ráðið.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjaráðs upp á kr. 10.000.000 vegna verkefnisins og færist það inn á 1000 - 1114110 og dreifist yfir júní til ágúst.

Bæjarráð - 3685. fundur - 28.05.2020

Liður 9 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 15. maí 2020:

Minnisblað dagsett 6. maí 2020 varðandi atvinnuátaksverkefnið lagt fyrir ráðið.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjaráðs upp á kr. 10.000.000 vegna verkefnisins og færist það inn á 1000 - 1114110 og dreifist yfir júní til ágúst.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Hluti kostnaðar vegna verkefnisins færist af atvinnuátaksverkefni 18-25 ára. Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að fjárhæð 5 milljónir króna með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.