Umhverfis- og mannvirkjaráð

78. fundur 15. maí 2020 kl. 08:15 - 11:05 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Sjávarhæðarmælir

Málsnúmer 2020020689Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi sem barst vegna sjávarhæðarmælis við Akureyri.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í verkefnið enda rúmist það innan fjárhagsáætlunar.

2.Týsnes - gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2019020223Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla á verkefninu dagsett 13. maí 2020.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

3.Miðhúsabraut - frárein að Bónus

Málsnúmer 2019110461Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla á verkefninu dagsett 12. maí 2020.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

4.Erindi HFA vegna fjallahjólabrauta

Málsnúmer 2020050234Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 13. maí 2020 varðandi viðhald og smíði fjallahjólabrauta.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir erindið og leggur til að kostnaður upp á kr. 10.000.000 verði tekinn af fjármagni innan gangstétta og stíga enda rúmist það innan áætlunar.

5.Stigi frá Gilsbakkavegi að Kaupvangsstræti

Málsnúmer 2020030486Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 14. maí 2020 varðandi byggingu nýs stiga frá Gilsbakkavegi að Kaupvangsstræti.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í framkvæmdina og að kostnaður verði tekinn af göngustígum og stígum.

6.Gilsbakkavegur bílastæði - fyrirspurn um viðbyggingu og stækkun lóðar

Málsnúmer 2018120051Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 14. maí 2020 varðandi framkvæmd á götu efst í Gilsbakkavegi.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti að farið verði í færslu á götunni. Samþykkt með fyrirvara um skiptingu kostnaðar.

7.Sorpmál Akureyrarbæjar - framtíðarsýn

Málsnúmer 2018080972Vakta málsnúmer

Farið var yfir greinargerð vinnuhóps um framtíðarsýn í sorpmálum.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að ekki verði nýtt uppsagnarákvæði í samningi við Terra ehf. og standi samningurinn þess vegna til 2022. Ráðið leggur áherslu á að þær umbætur sem eru í gangi á athafnasvæðum Terra klárist.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því að notkun límmiða og sekta vegna óflokkaðs rusls í tunnum við heimili verði aukin umtalsvert.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því að farið verði í flokkunar- og fræðsluátak með áherslu á fyrirtæki jafnt og heimili.

8.Moldarlosunarsvæði að Jaðri

Málsnúmer 2018010445Vakta málsnúmer

Minnisblöð dagsett 11. maí 2020 lögð fyrir ráðið varðandi umgengnisreglur, gjaldskrá og samning um moldarlosunarsvæði að Jaðri.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir drögin að umgengnisreglum og gjaldskrá með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram. Gjaldskrá taki gildi 1. ágúst 2020. Ráðið leggur áherslu á að aðstaða til losunar í Réttarhvammi verði bætt fyrir minni losanir.

9.Nýting á moltu til ræktunar - atvinnuátaksverkefni vegna COVID-19

Málsnúmer 2020040389Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 6. maí 2020 varðandi atvinnuátaksverkefnið lagt fyrir ráðið.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjaráðs upp á kr. 10.000.000 vegna verkefnisins og færist það inn á 1000 - 1114110 og dreifist yfir júní til ágúst.

10.Æðarvarp í Hrísey - friðlýsing

Málsnúmer 2020050233Vakta málsnúmer

Lagt fyrir ráðið bréf frá Sýslumanninum á Akureyri dagsett 13. maí 2020 varðandi friðlýsingu á hluta Hríseyjar vegna æðarvarps og skipulag æðarvarps í eyjunni rætt almennt.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

11.Gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020

Málsnúmer 2019090332Vakta málsnúmer

Breytt gjaldskrá fyrir bílastæðasjóð lögð fyrir ráðið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða gjaldskrá.

12.Búnaðarkaup UMSA 2020

Málsnúmer 2020020503Vakta málsnúmer

Tekin fyrir ósk um fjárveitingu til kaupa á stofnbúnaði í þjónustukjarna fyrir fatlað fólk í Klettaborg.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir búnaðarkaup upp á kr. 4.800.000 og að þau verði tekin af liðnum búnaðarkaup í áætlun sviðsins.

Fundi slitið - kl. 11:05.