Skipulagsráð

317. fundur 12. júní 2019 kl. 08:00 - 11:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Orri Kristjánsson
  • Ólafur Kjartansson
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Orri Kristjánsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Arnfríðar Kjartansdóttur.

1.Ráðhústorg - hönnun og framkvæmdir

2018110059

Arnar Birgir Ólafsson og Ólafur Jensson hjá Teiknistofu Norðurlands slf. mættu á fundinn og kynntu stöðu á vinnu við hönnun Ráðhússtorgs og nágrennis.
Skipulagsráð þakkar Arnari og Ólafi fyrir kynninguna.

2.Holtahverfi, austan Krossanesbrautar - deiliskipulag

2016040101

Unnið hefur verið að gerð deiliskipulags fyrir Holtahverfi norður, svæði sem í aðalskipulagi er merkt sem ÍB17, ÍB18 og VÞ17. Einn hluti af skipulagsvinnunni hefur verið að skoða hvort afmarka eigi byggingarsvæði fyrir uppbyggingu Búfesti til samræmis við viljayfirlýsingu félagsins og Akureyrarbæjar frá 5. janúar 2018.Er lagt fram bréf frá Búfesti hsf. dagsett 7. júní 2019 þar sem kynnt er tillaga félagsins að uppbyggingu á svæðinu. Í meðfylgjandi greinargerð er síðan gerð nánari grein fyrir uppbyggingunni í máli og myndum.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi tillögur að skipulagi svæðisins og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna að því að samræma þær inn í tillögu að deiliskipulagi sem verið er að vinna fyrir Holtahverfi.

3.Aðalskipulagsbreyting vegna lóðar við Glerárskóla

2019010097

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér stækkun skólalóðar Glerárskóla, merkt S27, vegna byggingar á nýjum leikskóla. Var tillagan kynnt ásamt drögum að deiliskipulagi svæðisins með auglýsingu sem birtist 22. maí 2019 og gefinn tveggja vikna frestur til að koma með ábendingar. Liggur fyrir athugasemd frá Íþróttafélaginu Þór dagsett 3. júní 2019 þar sem staðsetningu leikskóla er mótmælt.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga.

4.Grímseyjargata 2 og Gránufélagsgata 51 - deiliskipulagsbreyting

2019040298

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis sunnan Glerár sem nær til lóðanna Grímseyjargötu 2 og Gránufélagsgötu 51 til samræmis við afgreiðslu skipulagsráðs á fundi 15. maí sl.

Skipulagsráð samþykkir að gera breytingu á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi tillögu. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er skipulagssviði falið að grenndarkynna hana skv. 44. gr. skipulagslaga. Áður en tillagan verður kynnt þarf að gera lagfæringar á texta um bílastæði.

5.Krókeyrarnöf - ósk um deiliskipulagsbreytingu

2019050446

Hugrún Stefánsdóttir, kt. 010459-4789, og Evert Sveinbjörn Magnússon, kt. 120259-7099, komu í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Óska eftir breytingu á deiliskipulagi á Krókeyranöfinni. Það eru fimm heimreiðar á Krókeyrarnöfinni og getan til framkvæmda við malbikun er misjöfn á milli eigenda húsa og því fjórar heimreiðar ómalbikaðar. Þau óska eftir því að heimreiðarnar verði yfirteknar af bænum eða að bærinn komi að malbikun á heimreiðunum. Óska einnig eftir upplýsingum um hver sé lagaleg staða þeirra gagnvart því að meðeigendur í heimreið tefji framkvæmdir.
Skipulagsráð hafnar umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Fyrirspurn varðandi framkvæmdir er vísað til sviðsstjóra skipulagssviðs.

6.Norðurtangi 7 og 9

2019060125

Erindi dagsett 3. júní 2019 þar sem Hólmgeir Karlsson fyrir hönd Bústólpa ehf., kt. 541299-3009, óskar eftir því að fá úthlutað lóðum nr. 7 og 9 við Norðurtanga þar sem hann er nú þegar með starfsemi. Er markmiðið að byggja nýtt allt að 2.000 m² húsnæði í stað þeirra mannvirkja sem nú eru á staðnum.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu erindisins.

7.Efnistaka við Glerárós - ákvörðun um matsskyldu

2019060109

Lagt fram erindi Péturs Ólafssonar dagsett 4. júní 2019, f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, þar sem tilkynnt er til Akureyrarbæjar fyrirhuguð allt að 49.000 rúmmetra efnistaka af hafsbotni við Glerárós en framkvæmdin fellur undir lið 2.04 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 106/2000.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar og Fiskistofu.

8.Halldóruhagi 3 - umsókn um frest

2018030262

Erindi dagsett 27. maí 2019 þar sem Sigurgeir Svavarsson ehf., kt. 680303-3630, sækir um framkvæmdafrest á lóð nr. 3 við Halldóruhaga til 15. september 2019.
Skipulagsráð samþykkir að veita framkvæmdafrest í samræmi við erindi.

9.Langamýri 22 - umsókn um lóðarstækkun

2019060100

Erindi dagsett 5. júní 2019 þar sem Garðar Þór Garðarsson, kt. 300583-5049, sækir um stækkun lóðar nr. 22 við Löngumýri til samræmis við núverandi notkun svæðisins. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða stækkun.
Svæðið er ódeiliskipulagt. Skipulagsráð samþykkir því ekki að stækka lóðina í samræmi við erindi þar sem það myndi fela í sér ósamræmi við legu lóðarmarka aðliggjandi lóða við opið svæði austan við lóðir við Löngumýri.

10.Krossanesbraut - umferðarhraði

2019050445

Þorsteinn H. Jónsson, kt. 301146-4859, kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Bendir á að það sé mikill hraði á Krossanesbraut og telur mikilvægt að það verði farið í aðgerðir til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda. Nefnir sem dæmi að skynsamlegt sé að setja upp hraðamælingamerki eins og er á Dalsbraut við Lundarskóla.
Skipulagsráð bendir á að verið er að vinna að gerð deiliskipulags á þessu svæði og í þeirri vinnu verður m.a. farið yfir aðgerðir til að minnka hraða á svæðinu. Þess vegna er ekki talið tímabært að setja upp hraðamælingarmerki á þessu svæði.

11.Söfn og gamla gróðrarstöðin Krókeyri - munir og skilti

2019060012

Lagt fram erindi Maríu H. Tryggvadóttur verkefnisstjóra ferðamála Akureyrarstofu dagsett 27. maí 2019, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp skilti og stilla upp munum meðfram gönguleið við Skautahöllina og Iðnaðarsafnið.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við uppsetningu skilta og muna í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

12.Norðurgata 36, mhl.02 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hækkun þaks

2019050531

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs á erindi sem dagsett er 23. maí 2019 þar sem Sveinn Óskar Sigurðsson fyrir hönd Amicus ehf., kt. 500402-3260, sækir um byggingarleyfi fyrir hækkun þaks á geymslu/garðhúsi á lóð nr. 36 við Norðurgötu. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við hækkun þaksins og felur skipulagssviði að grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga. Ef engar athugasemdir berast er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

13.Reynilundur 10 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

2019060077

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 4. júní 2019 þar sem Erlingur Guðmundsson, kt. 160471-3369, og Kristín Jóhannesdóttir, kt. 210375-5039, sækja um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús sitt nr. 10 við Reynilund. Fyrirhuguð viðbygging er ætluð til að tengja bílskúr við íbúðarhús.
Að mati skipulagsráðs er umsóknin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar sbr. ákvæði 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga og ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er talið að framkvæmdin komi til með að hafa áhrif á aðra en umsækjendur. Er afgreiðslu á umsókn um byggingarleyfi vísað til byggingarfulltrúa.

14.Gránufélagsgata 4 - bílastæði

2019060123

Erindi dagsett 7. júní 2019 þar sem Sigurður Hafsteinsson fyrir hönd RS Fasteigna ehf., kt. 701213-0170, óskar eftir að gert verði ráð fyrir allt að 22 sérmerktum stæðum sem myndu tilheyra íbúðum Gránufélagsgötu 4. Þá eru einnig settar fram hugmyndir um að byggja bílastæðahús á móts við lóð nr. 4 við Gránufélagsgötu þar sem nú eru bílastæði.
Skipulagsráð getur ekki orðið við óskum um sérmerkt bílastæði á landi bæjarins. Hugmyndum um uppbyggingu bílastæðahúss er vísað til vinnu við endurskoðun miðbæjarskipulags.

15.Áhrif loftslagsbreytinga á skipulagsmál á Akureyri

2019060108

Að beiðni Ólafs Kjartanssonar V-lista er tekin til umræðu hugsanleg áhrif hækkunar sjávarborðs, vegna loftslagsbreytinga, á skipulagsmál Akureyrarbæjar. Kynning Halldórs Björnssonar, Veðurstofu Íslands, sem nefnist "Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi" er lögð fram.
Fram fóru umræður um málið.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

2019010038

Lögð fram til kynningar fundargerð 724. fundar, dagsett 24. maí 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

2019010038

Lögð fram til kynningar fundargerð 725. fundar, dagsett 29. maí 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:00.