Breyting á deiliskipulagi miðbæjar - Skipagata 12

Málsnúmer 2019030287

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 312. fundur - 27.03.2019

Lagt fram erindi Ágústs Hafsteinssonar arkitekts dagsett 12. mars 2019, f.h. eiganda Skipagötu 12, BRG 2017 ehf., kt 410915-1460, þar sem óskað er eftir heimild til ýmissa breytingu á húseigninni Skipagötu 12. Er óskað eftir eftirfarandi breytingum:

1. Að auka byggingarheimild innan lóðar um 170 m² umfram það sem gildandi deiliskipulag heimilar.

2. Að að stækka byggingarreit að vestur- og norðurlóðarmörkum.

3. Að breyta skrifstofum á 2. og 3. hæð hússins í fjórar íbúðir.

4. Að í stækkun til vesturs og norðurs verði auk stigahúss með lyftu einnig gert ráð fyrir stækkun á öllum fjórum hæðum hússins til þess að fá betur nýtanlegar íbúðir á 2.- 4. hæð. Í stækkuninni verði einnig komið fyrir bakrými fyrir veitingahúsið, nýr inngangur fyrir íbúðir á efri hæðum hússins, auk nýrrar sorpgeymslu fyrir allt húsið.

5. Að færa núverandi inngang inn í veitingahúsið á jarðhæðinni sunnar á austurhliðinni

6. Að færa inngang á jarðhæð fyrir efri hæðir hússins yfir á norðurhliðina (í viðbygginguna).

7. Að koma fyrir nýjum svölum á austurhlið fyrir íbúðir á 2. og 3. hæð.

8. Að koma fyrir nýjum gluggum á norðurhlið Skipagötu 12.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að afla frekari gagna um ytra útlit og nýtingu hússins.

Skipulagsráð - 315. fundur - 15.05.2019

Á fundi skipulagsráðs 27. mars 2019 var tekið fyrir erindi Ágústs Hafsteinssonar arkitekts, f.h. eiganda Skipagötu 12, BRG 2017 ehf., kt 410915-1460, þar sem óskað var eftir heimild til ýmissa breytinga á húseigninni sem fela í sér breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar. Var afgreiðslu málsins frestað og óskað eftir ítarlegri gögnum um ytra útlit og nýtingu hússins. Eru nú lögð fram ný gögn sem sýna fyrirhugað útlit hússins eftir breytingar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi gögn verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Er skipulagssviði falið að sjá um framkvæmdina þegar endanleg gögn liggja fyrir.

Bæjarstjórn - 3455. fundur - 21.05.2019

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. maí 2019:

Á fundi skipulagsráðs 27. mars 2019 var tekið fyrir erindi Ágústs Hafsteinssonar arkitekts, f.h. eiganda Skipagötu 12, BRG 2017 ehf., kt 410915-1460, þar sem óskað var eftir heimild til ýmissa breytinga á húseigninni sem fela í sér breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar. Var afgreiðslu málsins frestað og óskað eftir ítarlegri gögnum um ytra útlit og nýtingu hússins. Eru nú lögð fram ný gögn sem sýna fyrirhugað útlit hússins eftir breytingar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi gögn verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Er skipulagssviði falið að sjá um framkvæmdina þegar endanleg gögn liggja fyrir.

Andri Teitsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 324. fundur - 09.10.2019

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til lóðarinnar Skipagötu 12 var auglýst frá 21. ágúst til 2. október 2019. Tillagan gerir ráð fyrir því að nýtingarhlutfall hækkar, byggingarreitur er stækkaður og á 2. og 3. hæð verði heimilt að byggja svalir út fyrir byggingarreiti austur yfir Skipagötu. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggur umsögn frá Norðurorku um tillöguna og er hún meðfylgjandi ásamt tillögu að umsögn Akureyrarbæjar um hana.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3461. fundur - 15.10.2019

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. október 2019:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til lóðarinnar Skipagötu 12 var auglýst frá 21. ágúst til 2. október 2019. Tillagan gerir ráð fyrir því að nýtingarhlutfall hækkar, byggingarreitur er stækkaður og á 2. og 3. hæð verði heimilt að byggja svalir út fyrir byggingarreiti austur yfir Skipagötu. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggur umsögn frá Norðurorku um tillöguna og er hún meðfylgjandi ásamt tillögu að umsögn Akureyrarbæjar um hana.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tók til máls Gunnar Gíslason.
Bæjarstjórn staðfestir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.