Sundlaug Akureyrar - endubætur á Grettiskeri

Málsnúmer 2019030135

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 52. fundur - 15.03.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 13. mars 2019 varðandi viðhaldsþörf Sundlaugar Akureyrar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að endurnýja flísalögn og hreinsibúnað í pottinum og að fjármagn til verksins verði tekið af ófyrirséðu viðhaldi.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 64. fundur - 20.09.2019

Tekin fyrir beiðni um viðauka vegna ófyrirséðs viðhalds á heitum potti við Sundlaug Akureyrar.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir að óska eftir við bæjarráð viðauka að upphæð kr. 5 milljónir.

Andri Teitsson L-lista og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir B-lista sátu hjá.

Bæjarráð - 3655. fundur - 02.10.2019

Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 20. september 2019:

Tekin fyrir beiðni um viðauka vegna ófyrirséðs viðhalds á heitum potti við Sundlaug Akureyrar.

Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir að óska eftir við bæjarráð viðauka að upphæð kr. 5 milljónir.

Andri Teitsson L-lista og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir B-lista sátu hjá.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að gerður verði viðauki og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá viðaukanum og leggja fyrir bæjarráð.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista greiðir atkvæði gegn afgreiðslunni.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég er sannfærð um að hægt er að koma framkvæmdinni fyrir innan fjárheimilda.