Umhverfis- og mannvirkjaráð

64. fundur 20. september 2019 kl. 08:15 - 11:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson varaformaður
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
  • Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar
  • Hildigunnur Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Sundlaug Akureyrar - heitur pottur

Málsnúmer 2019030135Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni um viðauka vegna ófyrirséðs viðhalds á heitum potti við Sundlaug Akureyrar.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir að óska eftir við bæjarráð viðauka að upphæð kr. 5 milljónir.

Andri Teitsson L-lista og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir B-lista sátu hjá.

2.Rusladallar - staðsetning og fjöldi

Málsnúmer 2019090175Vakta málsnúmer

Ræddur fjöldi og staðsetning rusladalla í bæjarlandinu.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að bæta við rusladöllum hjá leiksvæðum og strætóskýlum og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að gera tillögu um frekari fjölgun ef þörf krefur.

3.Tónlistarskólinn á Akureyri - beiðni um úrbætur vegna loftgæða

Málsnúmer 2019090282Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni Tónlistarskólans á Akureyri um úrbætur á loftgæðum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fela umhverfis- og mannvirkjasviði að endurmeta kostnaðaráætlun frá 2013 vegna úrbóta á loftgæðum í Tónlistarskólanum.

4.Vegagerðin - niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 2012080074Vakta málsnúmer

Tekin fyrir áform Vegagerðarinnar um að afhenda Akureyrarbæ Borgarbraut og Hlíðarbraut til eignar og umsjónar.

Eiríkur Jónasson verkefnastjóri viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur ótækt að taka við vegunum þar sem ekki fylgir fjármagn frá ríkinu. Enda má ætla að rekstrarkostnaður vegna þeirra sé um kr. 30 milljónir á ári.

5.Lýsing á bílaplönum í íbúahverfum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2018110218Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf þess efnis að hefja gjaldtöku á bílaplönum í einkaeigu sem tengd eru gatnalýsingarkerfi Akureyrarbæjar.

Eiríkur Jónasson verkefnastjóri viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að senda út bréf þess efnis að tilkynna notendum um breytt fyrirkomulag.

6.Gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020

Málsnúmer 2019090332Vakta málsnúmer

Teknar fyrir gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir árið 2020.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samhljóða að fresta liðnum.

7.Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020

Málsnúmer 2019060039Vakta málsnúmer

Lögð fyrir fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Ólafur Stefánsson slökkvistjóri sat fundinn undir þessum lið undir málaflokki 107 Brunamál og almannavarnir.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 í málaflokkum 106 Leik- og sparkvellir, 107 Brunamál og almannavarnir, 108 Hreinlætismál, 110 Umferðar- og samgöngumál , 111 Umhverfismál, 113 Atvinnumál, 131 Fasteignir Akureyrarbæjar, 147 Bifreiðastæðasjóður Akureyrar og 143 Félagslegar íbúðir þó með þeim fyrirvörum að fyrirséð er að fjármagn vantar í málaflokk 110 vegna stækkunar á gatnakerfi í rekstri. Einnig er ljóst að fjármagn í snjómokstur er of lágt áætlað sé horft til kostnaðar síðustu 5 ára og telur ráðið að hækka þurfi rammann vegna þessa. Síðan eru málefni innan 106, 108 og 111 sem ráðið telur að æskilegt sé að fara í sem ekki eru á áætlun.

Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs frestar afgreiðslu á 145 Strætisvagnar Akureyrar og 133 Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar.

Gunnar Gíslason D-lista og Berglind Bergvinsdóttir M-lista sátu hjá.

Fundi slitið - kl. 11:15.