Bæjarráð

3655. fundur 02. október 2019 kl. 08:00 - 08:49 Fundaraðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga

Málsnúmer 2019090096Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda tillögu að nýjum reglum um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.

Umsagnarfrestur er til 7. október 2019.

Gögn um málið er að finna á eftirfarandi slóð: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1474

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsetta 1. október sl., um drög að reglum um fjárhagslegan stuðning við sameiningu sveitarfélaga. Mikilvægt er að ríkissjóður veiti sérstök fjárframlög til Jöfnunarsjóðs til að fjármagna stuðninginn.

2.Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál 2019

Málsnúmer 2019090498Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 25. september 2019 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál 2019. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0122.html

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Hlynur Jóhannsson mætti til fundar kl. 08:13.

3.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, 237. mál 2019

Málsnúmer 2019090584Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. september 2019 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á að frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að styrkja það lögbundna hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum til þeirra. Með það að markmiði var farið yfir regluverk sjóðsins, sbr. III. kafla laganna, reglna á grundvelli þeirra og vinnureglna sjóðsins sem staðfestar hafa verið af ráðherra, til að annars vegar styrkja forsendur og grundvöll úthlutana úr Jöfnunarsjóði og hins vegar að skýra heimildir löggjafarinnar til skerðinga á framlögum úr sjóðnum í samræmi við dóm Hæstaréttar frá 14. maí 2019, í máli nr. 34/2018. Er frumvarp þetta afrakstur þeirrar vinnu og er tilgangur þess að færa frekari stoð undir þær reglur sem eiga að gilda um úthlutanir jöfnunarframlaga úr sjóðnum. Umsagnarfrestur er 27. september - 8. október 2019.

Hlekkur á grænbók í samráðsgátt stjórnvalda: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1496

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að útbúa umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

4.Frumvarp til laga um um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101. mál 2019

Málsnúmer 2019090549Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 26. september 2019 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0101.html

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Sundlaug Akureyrar - heitur pottur

Málsnúmer 2019030135Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 20. september 2019:

Tekin fyrir beiðni um viðauka vegna ófyrirséðs viðhalds á heitum potti við Sundlaug Akureyrar.

Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir að óska eftir við bæjarráð viðauka að upphæð kr. 5 milljónir.

Andri Teitsson L-lista og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir B-lista sátu hjá.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að gerður verði viðauki og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá viðaukanum og leggja fyrir bæjarráð.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista greiðir atkvæði gegn afgreiðslunni.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég er sannfærð um að hægt er að koma framkvæmdinni fyrir innan fjárheimilda.

Fundi slitið - kl. 08:49.