Lundarsel - lausar kennslustofur

Málsnúmer 2019030134

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 52. fundur - 15.03.2019

Lagt fyrir minnisblað dagsett 12. mars 2019 varðandi smíði og uppsetningu á tveimur lausum kennslustofum við Lundarsel.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

Fræðsluráð - 6. fundur - 18.03.2019

Fræðslusvið hefur óskað eftir að komið verði fyrir tveimur kennslustofum við leikskólann Lundarsel. Ef af verður munu stofurnar standa á lóð Lundarskóla en tengdar Lundarseli.
Fræðsluráð samþykkir erindið og vísar því til umhverfis- og mannvirkjasviðs til frekari úrvinnslu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 54. fundur - 12.04.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 8. apríl 2019 með niðurstöðum útboðs.

Eftirfarandi tilboð bárust:

Lækjarsel kr. 88.000.000 eða 93% af kostnaðaráætlun.

B. Hreiðarsson kr. 92.272.000 eða 97% af kostnaðaráætlun.

HHS Verktakar kr. 109.980.000 eða 116% af kostnaðaráætlun.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir með þrem atkvæðum meirihluta að taka tilboði lægstbjóðanda að skilyrðum útboðsgagna uppfylltum og með fyrirvara um samþykkt fræðsluráðs á framkvæmdinni.

Gunnar Gíslason D-lista og Berglind Bergvinsdóttir M-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Fræðsluráð - 8. fundur - 12.04.2019

Lagt fram minnisblað frá 9. apríl 2019 með niðurstöðum útboðs á kennslustofum við Lundarsel.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða að farið verið í framkvæmdir í Lundarseli skv. framlögðu minnisblaði. Áætlaður kostnaður er kr. 120.000.000 og er óskað eftir viðauka vegna þeirrar upphæðar. Ósk um viðauka er vísað til seinni umræðu í fræðsluráði mánudaginn 6. maí 2019.