Frístundaráð

103. fundur 01. desember 2021 kl. 12:00 - 13:55 Glerárskóli
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sveinn Arnarsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
Dagskrá

1.Íþróttamiðstöð Glerárskóla

Málsnúmer 2018030330Vakta málsnúmer

Heimsókn frístundaráðs í Íþróttamiðstöð Glerárskóla.

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2022

Málsnúmer 2021060305Vakta málsnúmer

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun 2022.

3.Íþróttafélagið Akur - styrkbeiðni vegna kaupa á geymslugámi

Málsnúmer 2021110237Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. nóvember 2021 frá Jóni Heiðari Jónssyni formanni Akurs þar sem óskað er eftir styrk vegna kaupa félagsins á geymslugámi fyrir búnað félagsins.
Frístundaráð samþykkir að styrkja Íþróttafélagið Akur um kr. 100.000.

4.Samningur KFUM og KFUK við Akureyrarbæ - beiðni um endurnýjun

Málsnúmer 2021090392Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. september 2021 frá Brynhildi Bjarnadóttir formanni KFUM&K þar sem óskað er eftir hækkun á samningi við félagið í næstu fjárhagsáætlun. Samningur við KFUM&K rennur út í lok árs 2021.

Erindið var áður á dagskrá frístundaráðs 15. september 2021.
Frístundaráð getur ekki orðið við hækkun á samningi en er tilbúið að framlenga núverandi samning til eins árs.

5.Stuðningur við Vísindaskóla unga fólksins

Málsnúmer 2019010213Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2021 frá Sigrúnu Stefánsdóttur skólastjóra Vísindaskóla unga fólksins og Dönu Rán Jónsdóttur verkefnastjóra þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við Vísindaskólann og gerður verði nýr samningur til þriggja ára.

Erindið var áður á dagskrá frístundaráðs 15. september 2021.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

6.Uppbygging á félagssvæði Knattspyrnufélags Akureyrar - KA

Málsnúmer 2021081217Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samkomulagi milli Akureyrarbæjar og Knattspyrnufélags Akureyrar um uppbyggingu á félagssvæði KA.

Fundi slitið - kl. 13:55.