Íbúaþróun í Akureyrarbæ

Málsnúmer 2019010151

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3623. fundur - 17.01.2019

Lögð fram til kynningar gögn um íbúaþróun í Akureyrarbæ.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð leggur til að stjórn Akureyrarstofu undirbúi samkeppnis- og markaðsgreiningu á atvinnu- og íbúamarkaði fyrir Akureyrarbæ og farið verði í markaðssetningu í kjölfarið. Bæjarráð leggur til að þetta verði samvinnuverkefni Akureyrarbæjar og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Jafnframt áréttar bæjarráð mikilvægi þess að farið verði í átak um færslu opinberra starfa út á landsbyggðirnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 270. fundur - 24.01.2019

Á fundi bæjarráðs þann 17. janúar 2019 voru lögð fram til kynningar gögn um íbúaþróun í Akureyrarbæ.



Bæjarráð leggur til að stjórn Akureyrarstofu undirbúi samkeppnis- og markaðsgreiningu á atvinnu- og íbúamarkaði fyrir Akureyrarbæ og farið verði í markaðssetningu í kjölfarið. Bæjarráð leggur til að þetta verði samvinnuverkefni Akureyrarbæjar og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Jafnframt áréttar bæjarráð mikilvægi þess að farið verði í átak um færslu opinberra starfa út á landsbyggðirnar.

Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum Akureyrarstofu að skilgreina og gera fjárhagsáætlun um gerð samkeppnis- og markaðsgreiningar á atvinnu- og íbúamarkaði fyrir Akureyrarbæ í samvinnu við AFE. Jafnframt verið í samvinnu við AFE gert átak í að vekja athygli á mikilvægi þess að flytja opinber störf út á landsbyggðirnar og auglýsa störf án staðsetningar.

Stjórn Akureyrarstofu - 303. fundur - 03.09.2020

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu gerði grein fyrir hugmyndum um áframhaldandi markaðssetningu á íbúamarkaði og vinnu við samkeppnisgreiningu.

Stjórn Akureyrarstofu - 309. fundur - 19.11.2020

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu gerði grein fyrir vinnu við samkeppnisgreiningu.

Sigríður Ólafsdóttir bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum málsins.