Umhverfis- og samgöngustefna Akureyrarbæjar - verkefni UMSA

Málsnúmer 2018080975

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 38. fundur - 31.08.2018

Rætt um verkefni UMSA vegna Umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar sem samþykkt var 2017 í bæjarstjórn.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur forstöðumanni umhverfismála að taka saman stöðuskýrslu á verkefnum stefnunnar og leggja fyrir ráðið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 47. fundur - 14.12.2018

Rætt um endurskoðun á umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að hafa vinnufund um umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar í janúar næstkomandi.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 50. fundur - 15.02.2019

Lagt fyrir minnisblað dagsett 13. febrúar 2019 og tekin fyrir staða á verkefnum umhverfis- og samgöngustefnu.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 51. fundur - 01.03.2019

Lagt fyrir minnisblað dagsett 21. febrúar 2019 og tekin fyrir staða á verkefnum umhverfis- og samgöngustefnu.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála, Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar og Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 52. fundur - 15.03.2019

Lagt fyrir minnisblað dagsett 12. mars 2019 og tekin fyrir staða á verkefnum umhverfis- og samgöngustefnu og viðbætur og breytingar kynntar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 54. fundur - 12.04.2019

Umhverfis- og samgöngustefna Akureyrarbæjar var kynnt með breytingum.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.