Samningur vegna kynningarefnis

Málsnúmer 2018020374

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 247. fundur - 22.02.2018

Lögð fram til kynningar drög að samningi við N4 um þjónustukaup Akureyrarbæjar á kynningarefni framleiddu af N4.

Stjórn Akureyrarstofu - 248. fundur - 15.03.2018

Lagður fram til samþykktar samningur við N4 vegna kynningarefnis.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Stjórn Akureyrarstofu - 249. fundur - 22.03.2018

Mál tekið fyrir að nýju. Var áður á dagskrá fundar þann 15. mars sl.

Samningur við N4 vegna kynningarefnis lagður fram til samþykktar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs. Jafnframt er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna hans.

Bæjarráð - 3593. fundur - 05.04.2018

1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 22. mars 2018:

Mál tekið fyrir að nýju. Var áður á dagskrá fundar þann 15. mars sl.

Samningur við N4 vegna kynningarefnis lagður fram til samþykktar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs. Jafnframt er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna hans.
Bæjarráð staðfestir samninginn og samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.