Stjórn Akureyrarstofu

247. fundur 22. febrúar 2018 kl. 16:15 - 18:20 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Önnu Hildar Guðmundsdóttur.
Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista mætti ekki á fundinn.

1.Samningur vegna kynningarefnis

Málsnúmer 2018020374Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samningi við N4 um þjónustukaup Akureyrarbæjar á kynningarefni framleiddu af N4.

2.Stjórn Akureyrarstofu - 10 ára áætlun

Málsnúmer 2018010365Vakta málsnúmer

Farið yfir 10 ára áætlun Akureyrarstofu.
Starfsmönnum falið að uppfæra áætlunina miðað við umræður á fundinum.

Sigfús Karlsson vék af fundi kl. 17:50.

Fundi slitið - kl. 18:20.