Stjórn Akureyrarstofu

249. fundur 22. mars 2018 kl. 16:15 - 18:30 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Önnu Hildar Guðmundsdóttur.

1.Samningur vegna kynningarefnis

Málsnúmer 2018020374Vakta málsnúmer

Mál tekið fyrir að nýju. Var áður á dagskrá fundar þann 15. mars sl.

Samningur við N4 vegna kynningarefnis lagður fram til samþykktar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs. Jafnframt er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna hans.

2.Stjórn Akureyrarstofu - 10 ára áætlun

Málsnúmer 2018010365Vakta málsnúmer

Til umræðu 10 ára áætlun stjórnar Akureyrarstofu.
Starfsmönnum falið að klára uppsetningu á áætlunni út frá þeim áherslupunktum sem ræddir voru á fundinum og leggja fyrir stjórn.

Fundi slitið - kl. 18:30.