Lautin - ósk um hækkun framlags ársins 2017

Málsnúmer 2017120013

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1267. fundur - 06.12.2017

Lagt var fram erindi frá Hafsteini Jakobssyni, fyrir hönd verkefnisstjórnar Lautarinnar, athvarfs fyrir fólk með geðfötlun, um hækkun rekstrarstyrks ársins 2017.

Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður þjónustudeildar fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Þar sem ekki er heimild í fjárhagsáætlun fyrir hækkun vísar velferðarráð erindi Lautarinnar til bæjarráðs. Ráðið lýsir sig meðmælt því að framlagið verði hækkað.

Bæjarráð - 3581. fundur - 28.12.2017

7. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 6. desember 2017:

Lagt var fram erindi frá Hafsteini Jakobssyni, fyrir hönd verkefnisstjórnar Lautarinnar, athvarfs fyrir fólk með geðfötlun, um hækkun rekstrarstyrks ársins 2017.

Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður þjónustudeildar fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.

Þar sem ekki er heimild í fjárhagsáætlun fyrir hækkun vísar velferðarráð erindi Lautarinnar til bæjarráðs. Ráðið lýsir sig meðmælt því að framlagið verði hækkað.
Bæjarráð samþykkir að hækka rekstrarstyrk ársins 2017 um kr. 1.940 þús. og vísar til viðauka í tölulið 8.