Bæjarráð

3542. fundur 02. febrúar 2017 kl. 08:15 - 09:52 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og varamaður hennar boðuðu forföll.
Preben Jón Pétursson Æ-lista mætti til fundar kl. 8:25.

1.Umhverfis- og mannvirkjasvið - sameiningarferli

Málsnúmer 2017010126Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 26. janúar sl.

3. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 19. janúar 2017:

Lögð fram drög að skipuriti fyrir umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar ásamt starfsáætlunum fyrir árið 2017 frá Fasteignum Akureyrarbæjar, framkvæmdadeild og umhverfismiðstöð.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagt skipurit í samræmi við umræður á fundinum.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu umhverfis- og mannvirkjaráðs og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og bæjarstjóra að vinna að nánari útfærslu í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt er málinu vísað til kjarasamninganefndar.

2.Samningar um öryggisvistun 2016

Málsnúmer 2016110106Vakta málsnúmer

12. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 1. febrúar 2017:

Lögð fram drög að samningi um greiðslur vegna öryggisvistunar einstaklings á grundvelli 62. gr. alm. hegningarlaga, nr. 19/1940, fyrir tímabilið 14. mars 2013 til 31. desember 2016.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd bæjarins.

3.Eyþing - aðalfundur 2016

Málsnúmer 2016080089Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Eyþings sem haldinn var dagana 11. og 12. nóvember 2016 ásamt skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2015-2016.

4.Hverfisnefnd Naustahverfis - fundargerð aðalfundar

Málsnúmer 2016010036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 75. fundar - aðalfundar hverfisnefndar Naustahverfis dagsett 16. október 2016.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/naustahverfi/fundargerdir

5.Viðtalstímar bæjarfulltrúa fundargerð

Málsnúmer 2016100117Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 26. janúar 2017.
Bæjarráð vísar 1. og 4. lið til fjölskyldusviðs, 2. lið til bæjarstjóra, 3. og 5. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði, 6. og 7. lið er vísað til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Fundi slitið - kl. 09:52.