Glerárvirkjun II - gangstígur verður aðkomuvegur - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016080067

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 240. fundur - 24.08.2016

Erindi dagsett 18. ágúst 2016 þar sem Bergur Steingrímsson fyrir hönd Fallorku ehf.,

kt. 600302-4180, óskar eftir heimild til að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi Glerárvirkunar II. Á fundinn komu Andri Teitsson framkvæmdastjóri Fallorku, Franz Árnason verkefnisstjóri og Bergur Steingrímsson frá Eflu og kynntu málið.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem verði auglýst samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 261. fundur - 26.04.2017

Erindi dagsett 18. ágúst 2016 þar sem Bergur Steingrímsson fyrir hönd Fallorku ehf.,

kt. 600302-4180, óskar eftir heimild til að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi Glerárvirkunar II.

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 24. ágúst 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 26. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3414. fundur - 02.05.2017

13. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 26. apríl 2017:

Erindi dagsett 18. ágúst 2016 þar sem Bergur Steingrímsson fyrir hönd Fallorku ehf.,

kt. 600302-4180, óskar eftir heimild til að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi Glerárvirkunar II.

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 24. ágúst 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 26. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 267. fundur - 28.06.2017

Breyting á deiliskipulagi Glerárvirkjunar II var auglýst frá 10. maí með athugasemdafresti til 21. júní 2017. Lega aðrennslispípu breytist á um 1400 m kafla norðan Glerár, frá inntaksstíflu og niður fyrir Byrgislæk. Færsla pípunnar er að meðaltali um 25 m til vesturs, fjær Glerá. Vegna færslu pípunnar hliðrast mörk skipulagssvæðisins til vesturs um 15 m á um 400 m kafla nærst inntaksstíflunni. Aðkomuvegur fellur niður en þess í stað er gert ráð fyrir að stígur með breyttri legu samhliða breyttri legu á aðrennslispípu frá inntakslóni og norður fyrir Byrgislæk verði einnig þjónustuvegur á um 1300 m kafla. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu.

Engin athugasemd barst.

Tvær umsagnir bárust:

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 8. júní 2017.

Minjastofnun gerir ekki athugasemd við þessa breytingu en vísar til fyrri samskipta Eflu verkfræðistofu við minjavörð vegna færslu á aðrennslispípu. Minnt er á aðgát við tóftir og aðrar skráðar fornleifar sem þarna eru, mæla skal og merkja vel hversu nálægt (9 m) þeim má fara.

2) Umhverfisstofnun, dagsett 24. maí 2017.

Ekki eru gerðar athugasemdir við deiliskipulagsbreytinguna.
Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsráð" og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að annast gildistöku hennar.