Bæjarstjórn

3414. fundur 02. maí 2017 kl. 16:00 - 17:51 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Sigríður Huld Jónsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Gunnar Gíslason
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Baldvin Valdemarsson
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
 • Preben Jón Pétursson
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Sandgerðisbót - umsókn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015060121Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 12. apríl 2017:

Erindi dagsett 12. júní 2015 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um breytingar á deiliskipulagi Sandgerðisbótar vegna lóðar skolphreinsistöðvar. Skipulagstillagan var auglýst frá 24. febrúar með athugasemdafresti til 7. apríl 2017. Skipulagsgögn voru aðgengileg hjá Skipulagsstofnun, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.

Ein athugasemd barst:

1) Undirskriftalisti með 32 undirskriftum, dagsettur 22. mars 2017.

Gerð er athugasemd við að stígur meðfram sjónum sé felldur niður og að búið sé að girða lóðina af.


Fjórar umsagnir bárust:

1) Umhverfisstofnun, dagsett 10. mars 2017.

Við mat á umhverfisáhrifum hreinsistöðvarinnar benti Umhverfisstofnun á að óvíst væri hvort sú aðgerð að dæla skólpi lengra frá landi muni hafa jákvæð áhrif á viðtakann nema að því marki að þynning mun aukast. Sjónmengun mun minnka. Á heildina litið telur Umhverfisstofnunin að deiliskipulagsbreytingin muni hafa jákvæð umhverfisáhrif í för með sér og gerir ekki athugasemdir við umrædda tillögu.

2) Skipulagsstofnun, dagsett 16. mars 2017.

Skipulagsstofnun telur að framlögð gögn lýsi skipulagsáformum og umhverfismati tillögunnar með fullnægjandi hætti.

3) Minjastofnun Íslands, dagsett 17. mars 2017.

Engar fornleifar eru þekktar á svæðinu og eru því ekki gerðar athugasemdir. Vakin er athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

4) Náttúrufræðistofnun Íslands, dagsett 7. apríl 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.

Á fundinn kom Baldur Dýrfjörð frá Norðurorku.

Edward Hákon Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi og inn kom varamaður hans Ólafur Kjartansson og sat fundinn undir þessum lið.

Skipulagsráð þakkar Baldri fyrir komuna.

Svar við athugasemd:

Skipulagsráð tekur undir athugasemdina hvað varðar rétt almennings til aðgengis að sjó og að í deiliskipulagi skuli vera ákvæði um að ekki verði heimilt að girða lóðina þannig af að aðgengi að sjó verði heft.

Umsagnirnar gefa ekki tilefni til frekari umfjöllunar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að Norðurokru sé heimilt að girða af athafnasvæði sitt en þó ekki nær grjótvarnargarði en sem nemur einum metra. Ef í ljós kemur að Norðurorka þurfi aukið pláss vegna fráveitumannvirkja og sækja um breytingar mun bæjarstjórn skoða það með opnum huga.

2.Stekkjartún 32-34 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016100044Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 26. apríl 2017:

Erindi dagsett 5. október 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, óskar eftir að heimilt verði að breyta deiliskipulagi fyrir lóð nr. 32-34 við Stekkjartún, meðal annars að fjölga íbúðum úr 20 í 22. Skipulagsnefnd tók jákvætt í stækkun stigahússins en hafnaði erindinu að öðru leyti á fundi 12. október 2016. Lagt fram bréf Ásgeirs M. Ásgeirssonar fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., dagsett 20. janúar 2017.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi 25. janúar 2017.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

Tillagan var grenndarkynnt frá 15. mars með athugasemdafresti til 11. apríl 2017.

Engin athugasemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Oddeyrargata 36 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017010515Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 26. apríl 2017:

Erindi dagsett 26. janúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Hilmars Gunnarssonar óskar eftir að fá að gera breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Oddeyrargötu 36. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Erindið var grenndarkynnt frá 23. mars með athugasemdafresti til 21. apríl 2017.

Ein athugasemd barst:

1) Aðalheiður Steingrímsdóttir og Þröstur Ásmundsson, dagsett 20. apríl 2017.

Lagst er gegn fyrirhuguðum breytingum vegna viðbyggingar við Oddeyrargötu 36.

a) Talið er að gengið sé gegn gildandi ákvæðum deiliskipulags um samræmi viðbyggingar við útlit hússins og aðliggjandi byggð og gegn því samræmi sem byggingarlistastefna Akureyrar felur í sér.

b) Breytingarnar raska mjög því samræmi sem er á fjarlægð milli húsa og þeirri línu og heildarmynd sem er á svæðinu hvað það varðar.

c) Ekki koma fram upplýsingar um tilgang fyrirhugaðra breytinga. Lagst er gegn breytingunum ef tilgangurinn er að koma upp íbúðum fyrir ferðamenn.

Svar við athugasemd:

a) Ekki er mögulegt að meta samræmi viðbyggingarinnar við útlit hússins og byggingarlistastefnu fyrr en í hönnun. Skipulagsráð áréttar því fyrri bókun sína frá 15. mars 2017. Vegna ákvæða í deiliskipulagi svæðisins um samræmi viðbyggingar við útlit hússins og aðliggjandi byggð áskilur skipulagsráð sér rétt til að fjalla um útlitsteikningar af viðbyggingunni, og meta hvort þessi ákvæði um samræmi eru uppfyllt, og samræmis gætt við byggingarlistastefnu Akureyrar.

b) Fjarlægð frá viðbyggingu að lóðamörkum Oddeyrargötu 34 og 36 verður að lágmarki 2,4 m. Fjarlægð frá lóðamörkum að Oddeyrargötu 34 er 6,1 m. Heildarfjarlægð milli húsa verður því að lágmarki 8,5 m.

c) Á skipulagsuppdrætti kemur fram að fyrirhuguð viðbygging muni hýsa anddyri fyrir kjallara. Verönd verður þar ofan á og nýr inngangur á 1. hæð. Heimilt er að hafa eina íbúð í húsinu.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Hafnarstræti 80 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017030535Vakta málsnúmer

9. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 26. apríl 2017:

Erindi dagsett 24. mars 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 610808-1310, óskar eftir samþykki skipulagsráðs til að breyta deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 80. Sótt er um að hafa bílastæði við Hafnarstræti, auka heildarlengd kvista við inngarð og auka byggingarmagn vegna kjallara. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 29. mars 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 7. apríl 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Glerárvirkjun II, stöðvarhús - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016120105Vakta málsnúmer

11. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 26. apríl 2017:

Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna Glerárvirkjunar II við stöðvarhús.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 8. mars með athugasemdafresti til 19. apríl 2017.

Ein athugasemd barst:

1) AVH f.h. Fallorku, dagsett 4. apríl 2017.

Óskað er eftir að hámarksbyggingarmagn hækki úr 150 í 160 m². Grunnflötur og rúmmál hússins breytast ekki heldur verður möguleiki á að hafa millihæð inni í stöðvarhúsinu stærri og tryggja þar með nægjanlegt rými fyrir stjórnherbergi, snyrtingu og rofaherbergi.

Þrjár umsagnir bárust:

1) Norðurorka, dagsett 20. mars 2017.

Bent er á að lagnaendi á yfirfalli og tæmingu aðal neysluvatnstanka Akureyrar er við veg niður að stöðvarhúsinu. Sömuleiðis er þar farvegur fyrir yfirborðsvatn.

Nauðsynlegt er að framkvæmdir á svæðinu taki mið af þessu og tryggt sé að umrætt vatn, yfirfallsvatn, tæmingarvatn og yfirborðsvatn eigi greiða leið meðfram veginum og síðan út í Glerá hér eftir sem hingað til.

Þetta kallar á ræsi og öruggan frágang við fallpípu virkjunarinnar og göngustíg sem liggja á upp með Gleránni.

Rétt er að þetta komi fram í greinargerð með deiliskipulaginu og eftir atvikum á deiliskipulagsuppdrætti.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 21. mars 2017.

Ekki eru gerðar athugasemdir við deiliskipulagsbreytinguna en vakin er athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. Hafa ber í huga að skammt sunnan skipulagssvæðisins eru friðaðar fornminjar en þeim má ekki raska á nokkurn hátt samkvæmt 21. grein sömu laga.

3) Umhverfisstofnun, dagsett 19. apríl 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar en bent er á mikilvægi þess að vel sé staðið að framkvæmdum svo nærri Gleránni og að ekki verði neitt óþarfa rask við framkvæmdir.

Tryggvi Gunnarsson S-lista lýsti vanhæfi sínu í málinu og einnig í lið 13 sem hann óskaði eftir að yrði tekið saman og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málanna.


Skipulagsráð samþykkir að hámarksbyggingarmagn hækki úr 150m² í 160m². Einnig er samþykkt að í skipulagi komi fram hvernig tryggt skuli að vatn á svæðinu eigi greiða leið út í Glerá. Fallorka skal leita samráðs Norðurorku við endanlega útfærslu.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Glerárvirkjun II - gangstígur verður aðkomuvegur, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016080067Vakta málsnúmer

13. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 26. apríl 2017:

Erindi dagsett 18. ágúst 2016 þar sem Bergur Steingrímsson fyrir hönd Fallorku ehf.,

kt. 600302-4180, óskar eftir heimild til að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi Glerárvirkunar II.

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 24. ágúst 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 26. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022

8.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 21. apríl 2017
Bæjarráð 27. apríl 2017
Frístundaráð 27. apríl 2017
Fræðslunefnd 25. apríl 2017
Fræðsluráð 24. apríl 2017
Skipulagsráð 26. apríl 2017
Stjórn Akureyrarstofu 27. apríl 2017
Velferðarráð 19. apríl 2017

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 17:51.