Rangárvellir - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016070114

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 240. fundur - 24.08.2016

Erindi dagsett 25. júlí 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf.,

kt. 550978-0169, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir Rangárvelli. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 12. ágúst 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward Hákon Huijens V-lista tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 3396. fundur - 06.09.2016

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. ágúst 2016:

Erindi dagsett 25. júlí 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf.,

kt. 550978-0169, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir Rangárvelli. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 12. ágúst 2016.

Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward Hákon Huijens V-lista tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 242. fundur - 28.09.2016

Erindi dagsett 25. júlí 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku, kt. 550978-0169, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir Rangárvelli. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 24. ágúst 2016 að deiliskipulagstillagan yrði grenndarkynnt. Erindið var grenndarkynnt 26. ágúst og var athugasemdafrestur til 23. september 2016.

Engin athugasemd barst.
Á grundvelli e-liðar 4. greinar samþykktar um skipulagsnefnd Akureyrar samþykkir skipulagsnefnd deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.