Bæjarstjórn

3396. fundur 06. september 2016 kl. 16:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Preben Jón Pétursson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri ráðhúss ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Í upphafi fundar minntist forseti fyrrverandi bæjarfulltrúa.

Sigurður Hannesson fyrrverandi bæjarfulltrúi lést 14. ágúst sl. 92 ára að aldri.
Sigurður fæddist í Hvammkoti í Skefilsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu 8. desember 1923.
Hann lauk prófi frá Iðnskólanum á Akureyri 1947, sveinsprófi í múraraiðn 1948 og fékk meistararéttindi í múraraiðn 1951. Hann starfaði við iðn sína í hartnær hálfa öld.
Sigurður sat í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1974-1982 og á árunum 1962-1974 var hann varabæjarfulltrúi. Hann sat í ýmsum nefndum og ráðum á vegum bæjarins meðal annars í byggingarnefnd Akureyrarbæjar og bæjarráði.
Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Soffía Georgsdóttur og eignuðust þau fjórar dætur.
Bæjarstjórn vottar aðstandendum Sigurðar Hannessonar samúð sína, um leið og honum eru þökkuð fórnfús störf í þágu bæjarfélagsins.
Forseti bað fundarmenn að heiðra minningu Sigurðar Hannessonar með því að rísa úr sætum.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga V-lista um tímabundna breytingu á skipan aðal- og varafulltrúa í skipulagsnefnd og breytingu á skipan varamanns í samfélags- og mannréttindaráði. Einnig lögð fram ósk um tímabundið leyfi varabæjarfulltrúa:

Vilberg Helgason tekur tímabundið sæti aðalmanns í skipulagsnefnd frá 1. september 2016 til og með 15. janúar 2017 af Edward H. Huijbens. Sóley Björk Stefánsdóttir tekur tímabundið sæti varamanns í skipulagsnefnd frá 1. september 2016 til og með 15. janúar 2017 af Vilberg Helgasyni.

Sóley Björk Stefánsdóttir tekur sæti varamanns í samfélags- og mannréttindaráði í stað Árna Steinars Þorsteinssonar.

Einnig lögð fram tillaga V-lista um að veita Edward H. Huijbens tímabundið leyfi frá störfum varabæjarfulltrúa frá 1. september 2016 til og með 15. janúar 2017.


Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í barnaverndarnefnd:

Matthías Rögnvaldsson tekur sæti varamanns í barnaverndarnefnd í stað Önnu Hildar Guðmundsdóttur.


Lögð fram tillaga að breytingu á aðal- og varafulltrúum í Eyþingi, samtökum sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.

Sigríður Huld Jónsdóttir tekur sæti aðalfulltrúa í stað Bjarka Ármanns Oddssonar.

Preben Jón Pétursson tekur sæti aðalfulltrúi í stað Margrétar Kristínar Helgadóttur.



Dagbjört Pálsdóttir tekur sæti varamanns í stað Sigríðar Huldar Jónsdóttur.

Anna Hildur Guðmundsdóttir tekur sæti varamanns í stað Dags Fannars Dagssonar.

Víðir Benediktsson tekur sæti varamanns í stað Tryggva Þórs Gunnarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Rangárvellir - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016070114Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. ágúst 2016:

Erindi dagsett 25. júlí 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf.,

kt. 550978-0169, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir Rangárvelli. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 12. ágúst 2016.

Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward Hákon Huijens V-lista tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Melgerðisás

Málsnúmer 2016060068Vakta málsnúmer

11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. ágúst 2016:

Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu dagsett 19. ágúst 2016 vegna breytingar á aðalskipulagi vegna þéttingar byggðar við Melgerðisás. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga.

Skipulagsnefnd samþykkir að leita umsagnar Skipulagsstofnunar á skipulagslýsingunni og kynna hana fyrir almenningi í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar um bókun: Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að leita umsagnar Skipulagsstofnunar um skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingar fyrir Melgerðisás dagsettri 19. ágúst 2016 og kynna fyrir almenningi í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Akstursíþrótta- og skotsvæði - stígur á skotsvæði - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016080006Vakta málsnúmer

13. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. ágúst 2016:

Erindi dagsett 4. ágúst 2016 þar sem Bergur Steingrímsson hjá Eflu fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 10. ágúst 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 24. ágúst 2016 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Samþykki Skotfélags Akureyrar liggur fyrir dagsett 17. ágúst 2016.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að grenndarkynna erindið.

Þar sem samþykki nágranna liggur fyrir telst grenndarkynningu lokið. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og málinu lokið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Mannauðsstefna Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2015120168Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 25. ágúst 2016:

Lögð fram drög að endurskoðaðri mannauðsstefnu Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri, Ingunn Helga Bjarnadóttir verkefnastjóri starfsþróunar og Birna Eyjólfsdóttir mannauðsráðgjafi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar drögum að endurskoðaðri mannauðsstefnu Akureyrarbæjar til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða mannauðsstefnu Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Árshlutareikningur A-hluta Akureyrarbæjar 2016

Málsnúmer 2016080102Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 1. september 2016:

Lagt fram óendurskoðað 6 mánaða uppgjör A-hluta Akureyrarbæjar.

Hólmgrímur Bjarnason og Aðalsteinn Sigurðsson endurskoðendur frá Deloitte ehf, Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar 6 mánaða uppgjöri A-hluta Akureyrarbæjar til umræðu í bæjarstjórn.
Almennar umræður.
Eftirtaldar fundargerðir lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 27. júní, 7., 14., 21. og 28. júlí, 11., 18., 25. ágúst og
1. september 2016
Atvinnumálanefnd 24. ágúst 2016
Bæjarráð 23. og 30. júlí, 7., 14. og 21. júlí, 4., 11., 18. og 25. ágúst og 1. september 2016
Framkvæmdaráð 16. júní, 22. júlí og 9. ágúst 2016
Íþróttaráð 11. ágúst 2016
Samfélags- og mannréttindaráð 9. júní og 25. ágúst 2016
Skipulagsnefnd 22. og 29. júní, 6. júlí, 10. og 24. ágúst 2016
Skólanefnd 8. og 22. ágúst 2016
Stjórn Akureyrarstofu 23. júní og 18. ágúst 2016
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 29. júní og 22. júlí 2016
Umhverfisnefnd 23. ágúst 2016
Velferðarráð 24. ágúst 2016

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið.