Fjárhagsáætlun 2017 - samfélags- og mannréttindadeild

Málsnúmer 2016060048

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 186. fundur - 09.06.2016

Rætt um væntanlega fjárhagsáaætlunarvinnu og áherslur í henni. Farið yfir verkefni deildarinnar í samræmi við starfsáætlanir, þróun og hugsanlegar breytingar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 187. fundur - 25.08.2016

Lagðar voru fram forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar fyrir árið 2017 ásamt tímaáætlun um vinnslu og samþykkt.
Ráðið felur forstöðumönnum og framkvæmdastjóra að undirbúa tillögur að fjárhagsáætlun næsta árs.

Samfélags- og mannréttindaráð - 188. fundur - 08.09.2016

Unnið að 3ja ára áætlun, gjaldskrá og fjárhagsáætlun ráðsins fyrir starfsárið 2017.

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður og Alfa Aradóttir forstöðumaður mættu á fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 189. fundur - 20.09.2016

Unnið að fjárhagsáætlun, gjaldskrá og 3ja ára áætlun ráðsins fyrir starfsárið 2017. Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála og Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála mættu á fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir fyrirlögð drög að fjárhagsáætlun ráðsins fyrir starfsárið 2017 og vísar þeim til bæjarráðs.



Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir fyrirlögð drög að gjaldskrá og 3ja ára áætlun ráðsins og vísar þeim til bæjarráðs.



Ráðið felur framkvæmdastjóra að koma á framfæri þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.



Í samræmi við tillögur aðgerðahóps bæjarráðs samþykkir samfélags- og mannréttindaráð að fara í skipulagsbreytingar og hagræða í starfsmannahaldi Punktsins, Víðilundar og Bugðusíðu frá og með 1. janúar 2017. Forstöðumanni tómstundamála og framkvæmdastjóra er falið að vinna málið áfram.







Samfélags- og mannréttindaráð - 190. fundur - 04.10.2016

Umræður og vinna vegna jafnréttismats fjárhagsáætlunarinnar, starfsáætlunar ráðsins og búnaðarkaupa næsta árs.

Samfélags- og mannréttindaráð - 191. fundur - 18.10.2016

Lögð fram drög að lykiltölum í starfsáætlun ráðsins.