Samfélags- og mannréttindaráð

190. fundur 04. október 2016 kl. 09:00 - 11:02 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Heiðrún Ósk Ólafsdóttir
  • Vilberg Helgason
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Heiðrún Ósk Ólafsdóttir D-lista mætti í forföllum Bergþóru Þórhallsdóttur.
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista boðaði forföll og varamaður hennar átti ekki heimangengt.
Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista mætti ekki til fundar né varamaður hennar.

1.Samfélags- og mannréttindadeild 2016, styrkir - upplýsingar og reglur

Málsnúmer 2016010181Vakta málsnúmer

Umræður um styrkveitingar ársins 2016.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála og forvarna- og félagsmálafræðingarnir Hlynur Birgisson, Anna Guðlaug Gísladóttir, Guðmundur Óli Gunnarsson, Katrín Ósk Ómarsdóttir ásamt Kristjáni Bergmann Tómassyni umsjónarmanni Ungmenna-hússins mættu á fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð felur formanni og framkvæmdastjóra að vinna drög og kynna fyrir ráðinu 3ja ára styrktarsaming við KFUM&K, Skákfélag Akureyrar og Skátafélagið Klakk fyrir árin 2016-2018.Samfélags og mannréttindaráð samþykkir að styrkja kynningar- og fræðsluefni um kr. 800.000 árið 2016 í samstarfi við forvarna- og félagsmálaráðgjafa tengdum forvörnum. Ráðið felur framkvæmdastjóra og forstöðumanni æskulýðsmála að vinna málið áfram og auglýsa eftir styrkumsóknum.Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að styrkja forvarnakynningu fyrir börn og unglinga um kr. 800.000 haustið 2016. Forstöðumanni æskulýðsmála falið að vinna máið áfram.Samfélags- og mannréttindaráð þakkar forstöðumanni og forvarnafulltrúum fyrir komuna á fundinn.

2.Fjárhagsáætlun 2017 - samfélags- og mannréttindadeild

Málsnúmer 2016060048Vakta málsnúmer

Umræður og vinna vegna jafnréttismats fjárhagsáætlunarinnar, starfsáætlunar ráðsins og búnaðarkaupa næsta árs.

Fundi slitið - kl. 11:02.