Framkvæmdaráð

330. fundur 14. júní 2016 kl. 17:00 - 19:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá
Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista boðaði forföll og mætti Eiríkur Jónsson í hennar stað.

1.Steinefni fyrir malbik 2016

Málsnúmer 2016040123Vakta málsnúmer

Farið yfir málið, m.a. útboðsgögn og væntanlegt útboð sem opna á miðvikudaginn 15. júní nk.
Meirihluti framkvæmdaráðs telur ekki ástæðu til þess að draga úr kröfum sem koma fram í útboðsgögnum, þar sem markmið bæjarins er m.a. að draga úr svifryksmyndun eins og kostur er og telur skynsamlegast að halda sig við óbreytt útboðsgögn.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.

2.Hafnarstræti, göngugata - verklagsreglur um lokun

Málsnúmer 2015070016Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn hefur samþykkt verklagsreglur um lokun. Kynntar voru hugmyndir 3ja listamanna um lokunarhlið og farið yfir hvernig staðið verði að lokun nú í sumar.
Framkvæmdaráði líst vel á þær hugmyndir sem kynntar voru og þakkar þeim Almari Alfreðssyni, Jónborgu Sigurðardóttur og Thoru Karlsdóttur fyrir komuna.

Framkvæmdaráð er sammála um að vinna þessar tillögur áfram og felur bæjartæknifræðingi að vinna áfram með hópnum að nánari útfærslum og kostnaðargreiningu.
Fylgiskjöl:

3.SVA - nýtt leiðakerfi 2016

Málsnúmer 2016050033Vakta málsnúmer

Rúna Ásmundsdóttir umferðarverkfræðingur hjá Eflu og Jónas Vigfússon forstöðumaður umhverfismiðstöðvar kynntu vinnu við endurskoðun á leiðakerfinu.
Framkvæmdaráð þakkar Rúnu Ásmundsdóttur fyrir yfirferðina og fagnar mikilli þátttöku bæjarbúa í vinnunni.

Framkvæmdaráð felur starfshópnum að vinna áfram að nánari útfærslu á kynntri tillögu á leiðakerfinu og kostnaðargreina fyrirhugaðar breytingar.

Fundi slitið - kl. 19:05.