Bæjarráð

3517. fundur 11. ágúst 2016 kl. 08:30 - 10:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Edward Hákon Huijbens áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss ritaði fundargerð
Dagskrá
Edward Hákon Huijbens V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.

1.SVA - nýtt leiðakerfi 2016

Málsnúmer 2016050033Vakta málsnúmer

Rúna Ásmundsdóttir umferðarverkfræðingur hjá Eflu og Jónas Vigfússon forstöðumaður umhverfismiðstöðvar kynntu tillögu að nýju leiðakerfi SVA.

2.Myndlistaskólinn á Akureyri

Málsnúmer 2016020216Vakta málsnúmer

Umræða um rekstur Myndlistaskólans á Akureyri.

Helgi Vilberg skólastjóri Myndlistaskólans og Þórhallur Kristjánsson kennari við Myndlistaskólann sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að ganga til samninga við forsvarsmenn Myndlistaskólans í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 10:40.