ÖA - gæðamatskvarðar - RAI

Málsnúmer 2016020245

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1225. fundur - 02.03.2016

Á fundinn mætti hjúkrunarforstjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar Helga Erlingsdóttir til að kynna samantekt á gæðavísum skv. RAI mati ÖA fyrir árið 2015 og fyrri ára, í samanburði við landsmeðaltal.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Valdís Anna Jónsdóttir S-lista vék af fundi kl 16:20.

Velferðarráð - 1245. fundur - 18.01.2017

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S Guðmundsson, lagði fram til kynningar nýja samantekt um þróun gæðavísa hjá ÖA. Slík samantekt hefur reglulega verið unnin og nýtt innan heimilisins en er nú í fyrsta sinn líka birt á heimasíðu ÖA og áformað að svo verði gert árlega.
Halldóri S Guðmundssyni er þakkað fyrir kynninguna.

Velferðarráð - 1272. fundur - 21.02.2018

Lögð fram ný samantekt um þróun gæðavísa hjá ÖA. Slík samantekt hefur reglulega verið unnin og nýtt innan heimilisins en er nú í annað sinn líka birt á heimasíðu ÖA eins og áformað var að gera árlega.

Á fundinn mætti Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og kynnti samantekt frá desember 2017 á gæðavísum skv. RAI mati ÖA fyrir árið 2017 og fyrri ár.

Einnig mætti Ingi Þór Ágústsson forstöðumaður Birki-, Lerki-, Reyni- og Skógarhlíðar og kynnti innanhúss samantekt um viðbrögð og aðgerðir í kjölfar nóró-sýkingar sl. haust.

Velferðarráð - 1315. fundur - 22.01.2020

Helga Guðrún Erlingsdóttir framkvæmdastjóri ÖA kynnti RAI skýrslu 2019.