Bæjarstjórn

3390. fundur 05. apríl 2016 kl. 16:00 - 18:28 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
 • Anna Hildur Guðmundsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Logi Már Einarsson
 • Sigríður Huld Jónsdóttir
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Njáll Trausti Friðbertsson
 • Preben Jón Pétursson
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka af dagskrá 4. lið í útsendri dagskrá - Samgönguáætlun - og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Kosning nefnda 2014-2018 - breyting á skipan þingfulltrúa á landsþing Sambandsins

Málsnúmer 2014060061Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Æ-lista um breytingu á skipan þingfulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga:

Preben Jón Pétursson, kt. 290766-4439, tekur sæti Margrétar Kristínar Helgadóttur, kt. 270982-5659.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Geirþrúðarhagi 5 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2015120185Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 23. mars 2016:

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 27. janúar 2016 og að breytingin yrði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 23. mars 2016. Breyting er gerð á byggingarreit til austurs í samræmi við viðræður við hönnuð (sjá tölvupóst).

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Matthíasarhagi 1 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016030115Vakta málsnúmer

9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 23. mars 2016:

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 10. febrúar 2016 og að breytingin yrði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 23. mars 2016. Viðbót við erindið barst 16. mars 2016 þar sem óskað var eftir hækkun á nýtingarhlutfalli.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2016 - íþróttaráð

Málsnúmer 2016010065Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða íþróttaráðs.

Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og formaður íþróttaráðs gerði grein fyrir starfsáætlun ráðsins.

Almennar umræður.

5.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 3., 10., 17., 23. og 31. mars 2016
Atvinnumálanefnd 16. mars 2016
Bæjarráð 17., 23. og 31. mars 2016
Framkvæmdaráð 18. mars 2016
Íþróttaráð 17. mars 2016
Samfélags- og mannréttindaráð 10. og 31. mars 2016
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra 7. mars 2016
Skipulagsnefnd 23. mars 2016
Skólanefnd 21. mars 2016
Stjórn Akureyrarstofu 10. og 16. mars 2016
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 18. mars 2016
Umhverfisnefnd 22. mars 2016
Velferðarráð 16. mars 2016

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:28.