Bæjarráð

3587. fundur 15. febrúar 2018 kl. 08:15 - 10:35 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Preben Jón Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2018 - endurskoðun á reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 2017110123Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 8. febrúar sl. en þá frestaði bæjarráð afgreiðslu.

Lögð var fram tillaga að endurskoðuðum reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2018 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Félagsþjónusta - stuðningsfjölskyldur

Málsnúmer 2015110067Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð velferðarráðs 7. febrúar 2018.

Lögð fram tillaga að breytingum á greiðslum til stuðningsfjölskyldna sbr. minnisblað Karólínu Gunnarsdóttur forstöðumanns dagsett 5. febrúar 2018.

Velferðarráð samþykkir tillögu að breytingum á greiðslum til stuðningsfjölskyldna og vísar málinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu velferðarráðs.

Bæjarráð samþykkir einnig að greiðslur til stuðningsfjölskyldna hækki árlega frá og með 1. janúar miðað við launavísitölu janúarmánaðar.

3.Grímseyjarskóli - leikskóladeild

Málsnúmer 2018020009Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð fræðsluráðs dagsett 6. febrúar 2018:

Erindi dagsett 23. janúar 2018 frá skólastjóra Grímseyjarskóla þar sem óskað er eftir að opnuð verði á ný leikskóladeild við skólann.

Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi kynnti minnisblað varðandi forsendur og kostnað á árinu 2018 við opnun leikskóladeildarinnar. Áætlaður kostnaður er kr. 1.430 þús. miðað við 4 tíma vistunartíma í 5 daga vikunnar og starfrækslu í 8 mánuði á árinu 2018.

Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og vísar ósk um viðbótarfjárþörf til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að opnuð verði á ný leikskóladeild við skólann og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka að upphæð kr. 1.430 þús. vegna þess.

4.Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akureyri - styrkbeiðni 2018

Málsnúmer 2018020134Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. febrúar 2018 frá Baldvini Valdemarssyni verkefnastjóra fyrir hönd undirbúningshóps um Atvinnu- og nýsköpunarhelgina á Akureyri. Í erindinu er óskað eftir 500.000 kr. styrk vegna Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar á Akureyri sem haldin verður í sjöunda sinn 3.- 4. mars nk.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 500.000 og skal styrkurinn tekinn af styrkveitingum bæjarráðs.

5.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 302. fundar stjórnar Eyþings dagsett 26. janúar 2018. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir
Fylgiskjöl:

6.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram 113. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 11. febrúar 2018.

Fundargerðina má finna á netslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar fundargerðinni til skipulagssviðs.

7.Frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál

Málsnúmer 2018020169Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 12. febrúar 2018 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0034.html

8.Frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn), 42. mál

Málsnúmer 2018020185Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 12. febrúar 2018 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn), 42. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0042.html

9.Frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi), 133. mál

Málsnúmer 2018020186Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 13. febrúar 2018 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi), 133. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0205.html

10.Frumvarp til laga um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu), 128. mál

Málsnúmer 2018020187Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 13. febrúar 2018 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu), 128. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0198.html

Fundi slitið - kl. 10:35.