Fjármál sveitarfélaga

Málsnúmer 2015080137

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3378. fundur - 15.09.2015

Umræður um fjármál sveitarfélaga.

Bæjarráð - 3476. fundur - 15.10.2015

Lögð fram bókun svohljóðandi:

Bæjarráð Akureyrar skorar á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á tekjustofnum sveitarfélaga til að tryggja að þeir séu í samræmi við þau verkefni sem sveitarfélögunum eru falin.

Lögð fram greinargerð með bókun.
Bæjarráð samþykkir framlagða bókun.

Bæjarstjórn - 3380. fundur - 20.10.2015

Umræður um fjármál sveitarfélaga með áherslu á málefni fatlaðs fólks.
Lögð fram tillaga að bókun svohljóðandi:


Bæjarstjórn Akureyrar áréttar mikilvægi þess að fjármögnun á málaflokki fatlaðs fólks verði tryggð. Mikilvægt er að ríkið komi þegar í stað með viðbótarfjármagn til að mæta hallarekstri sveitarfélaganna á málaflokki fatlaðs fólks og ekki síður að fjármögnun málaflokksins verði tryggð til framtíðar. Þá áréttar bæjarstjórn Akureyrar að afar brýnt er að þegar í stað verði gengið frá fjármögnun öryggisvistunar sem sveitarfélagið er að sinna.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3490. fundur - 14.01.2016

Gunnlaugur Júlíusson sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga fór yfir fjármál sveitarfélaga.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.