Bæjarstjórn

3380. fundur 20. október 2015 kl. 16:00 - 17:59 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Logi Már Einarsson
 • Sigríður Huld Jónsdóttir
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Margrét Kristín Helgadóttir
 • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka af dagskrá 2. lið í útsendri dagskrá Glerárdalur - fólkvangur og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

2014060234

Lögð fram tillaga frá Æ-lista um breytingu á skipan aðalmanns og varamanns í íþróttaráði og varaáheyrnarfulltrúa í samfélags- og mannréttindaráði:

Íþróttaráð:
Jónas Björgvin Sigurbergsson, kt. 250894-3179, tekur sæti aðalmanns í stað Sigurjóns Jónassonar, kt. 280379-3019 og Áshildur Hlín Valtýsdóttir, kt. 200479-4679, tekur sæti varamanns í stað Jónasar Björgvins Sigurbergssonar.

Samfélags- og mannréttindaráð:
Kristín Björk Gunnarsdóttir, kt. 130375-5109, tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Jóns Gunnars Þórðarsonar, kt. 140280-4619.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar - endurskoðun 2015

2015020055

5. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 11. september 2015:
Ræddar hugmyndir að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.
Bæjarráð vísar umræðum um breytingu á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa málinu til bæjarráðs og óskar eftir að ráðið geri tillögur að breytingum.

3.Fjármál sveitarfélaga - hver á að borga?

2015080137

Umræður um fjármál sveitarfélaga með áherslu á málefni fatlaðs fólks.
Lögð fram tillaga að bókun svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrar áréttar mikilvægi þess að fjármögnun á málaflokki fatlaðs fólks verði tryggð. Mikilvægt er að ríkið komi þegar í stað með viðbótarfjármagn til að mæta hallarekstri sveitarfélaganna á málaflokki fatlaðs fólks og ekki síður að fjármögnun málaflokksins verði tryggð til framtíðar. Þá áréttar bæjarstjórn Akureyrar að afar brýnt er að þegar í stað verði gengið frá fjármögnun öryggisvistunar sem sveitarfélagið er að sinna.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Skýrsla bæjarstjóra

2010090095

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 9. október 2015
Atvinnumálanefnd 7. október 2015
Bæjarráð 8., 13. og 15. október 2015
Fræðslunefnd 12. október 2015
Íþróttaráð 7. október 2015
Samfélags- og mannréttindaráð 15. október 2015
Skipulagsnefnd 14. október 2015
Skólanefnd 5. október 2015
Umhverfisnefnd 13. október 2015
Velferðarráð 7. október 2015

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 17:59.