Bæjarstjórn

3380. fundur 20. október 2015 kl. 16:00 - 17:59 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka af dagskrá 2. lið í útsendri dagskrá Glerárdalur - fólkvangur og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá Æ-lista um breytingu á skipan aðalmanns og varamanns í íþróttaráði og varaáheyrnarfulltrúa í samfélags- og mannréttindaráði:


Íþróttaráð:

Jónas Björgvin Sigurbergsson tekur sæti aðalmanns í stað Sigurjóns Jónassonar og Áshildur Hlín Valtýsdóttir tekur sæti varamanns í stað Jónasar Björgvins Sigurbergssonar.


Samfélags- og mannréttindaráð:

Kristín Björk Gunnarsdóttir tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Jóns Gunnars Þórðarsonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar - endurskoðun 2015

Málsnúmer 2015020055Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 11. september 2015:

Ræddar hugmyndir að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.

Bæjarráð vísar umræðum um breytingu á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa málinu til bæjarráðs og óskar eftir að ráðið geri tillögur að breytingum.

3.Fjármál sveitarfélaga - hver á að borga?

Málsnúmer 2015080137Vakta málsnúmer

Umræður um fjármál sveitarfélaga með áherslu á málefni fatlaðs fólks.
Lögð fram tillaga að bókun svohljóðandi:


Bæjarstjórn Akureyrar áréttar mikilvægi þess að fjármögnun á málaflokki fatlaðs fólks verði tryggð. Mikilvægt er að ríkið komi þegar í stað með viðbótarfjármagn til að mæta hallarekstri sveitarfélaganna á málaflokki fatlaðs fólks og ekki síður að fjármögnun málaflokksins verði tryggð til framtíðar. Þá áréttar bæjarstjórn Akureyrar að afar brýnt er að þegar í stað verði gengið frá fjármögnun öryggisvistunar sem sveitarfélagið er að sinna.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 9. október 2015
Atvinnumálanefnd 7. október 2015
Bæjarráð 8., 13. og 15. október 2015
Fræðslunefnd 12. október 2015
Íþróttaráð 7. október 2015
Samfélags- og mannréttindaráð 15. október 2015
Skipulagsnefnd 14. október 2015
Skólanefnd 5. október 2015
Umhverfisnefnd 13. október 2015
Velferðarráð 7. október 2015

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 17:59.