Bæjarráð

3476. fundur 15. október 2015 kl. 08:30 - 08:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Sigríður Huld Jónsdóttir formaður velferðarráðs og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið ásamt Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóri.

Einnig sat Eva Hrund Einarsdóttir D-lista fundinn undir þessum lið.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019 - stoðþjónustudeildir

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sátu á fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir fjárhagsáætlun stoðþjónustudeilda.

3.Námsstyrkjasjóður sérmenntaðra starfsmanna - staða sjóðsins

Málsnúmer 2012090152Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð fræðslunefndar dagsett 12. október 2015:

Námsstyrkjasjóður sérmenntaðra starfsmanna - umræða um stöðu sjóðsins.

Fræðslunefnd ályktar um stöðu Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna.

Um áramótin 2008-2009 var ákveðið að gera tímabundið hlé á fjárveitingu í Námsstyrkjasjóð sérmenntaðra starfsmanna. Fræðslunefnd hefur árlega frá árinu 2010 óskað eftir að fjármagni verði veitt í sjóðinn.

Í Samþykkt um styrki til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar segir í 1. gr.: Bæjarstjórn Akureyrar vill með samþykkt þessari stuðla að því að efla menntun og þekkingu sérmenntaðra starfsmanna sinna.

Fræðslunefnd ítrekar erindi sitt og skorar á bæjarráð að veita að nýju fjármagni til Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.


Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið ásamt Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

4.Móttaka flóttamanna

Málsnúmer 2015090017Vakta málsnúmer

Silja Dögg Baldursdóttir formaður samfélags- og mannréttindaráðs mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og fór yfir stöðu mála.

5.Ágóðahlutagreiðsla 2015 - Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands

Málsnúmer 2015100055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 6. október 2015 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands þar sem tilkynnt er um greiðslu ágóðahluta til aðildarsveitarfélaga. Greiðsla ágóðahlutar fyrir árið 2015 fer fram 16. október 2015 og er hlutur Akureyrarbæjar kr. 5.661.000.

6.Tillaga til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum, 15. mál

Málsnúmer 2015100038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 6. október 2015 frá Velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum, 15. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október 2015 á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0015.html

7.Fjármál sveitarfélaga

Málsnúmer 2015080137Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun svohljóðandi:

Bæjarráð Akureyrar skorar á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á tekjustofnum sveitarfélaga til að tryggja að þeir séu í samræmi við þau verkefni sem sveitarfélögunum eru falin.

Lögð fram greinargerð með bókun.
Bæjarráð samþykkir framlagða bókun.

Fundi slitið - kl. 08:30.