Samstarfsverkefni gegn heimilisofbeldi

Málsnúmer 2014120069

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3365. fundur - 16.12.2014

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskaði eftir umræðu um mögulega þátttöku Akureyrarbæjar í samstarfsverkefni gegn heimilisofbeldi.
Almennar umræður.
Sóley Björk Stefánsdóttir lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir vilja til að taka þátt í samstarfsverkefni til að bæta úrvinnslu og eftirfylgni í málum sem varða heimilisofbeldi og vísar því til félagsmálaráðs að fylgja málinu eftir.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Velferðarráð - 1204. fundur - 18.02.2015

Lögð voru fram drög að samkomulagi við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um átak gegn heimilisofbeldi. Ennfremur lagt fram minnisblað Áskels Arnar Kárasonar forstöðumanns barnaverndar dagsett 16. febrúar 2015.
Velferðarráð fagnar þessum samstarfssamningi og samþykkir samkomulagið ásamt því að heimila fjölskyldudeild að hefja samstarfið frá 1. mars 2015.

Bæjarráð - 3471. fundur - 11.09.2015

Farið yfir stöðu átaksverkefnisins gegn heimilisofbeldi sem hefjast átti 1. mars sl. og standa yfir í eitt ár.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Velferðarráð - 1216. fundur - 07.10.2015

Áskell Örn Kárason forstöðumaður barnaverndar gerði grein fyrir stöðu mála varðandi samstarfsverkefni Akureyrarbæjar og Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra gegn heimilisofbeldi.

Velferðarráð - 1228. fundur - 27.04.2016

Lögð fram til kynningar lokaskýrsla samstarfsverkefnis Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og Akureyrarbæjar um heimilisofbeldi. Áskell Örn Kárason forstöðumaður barnaverndar fór yfir efni skýrslunnar.