Vinnuhópur um sértækt hópastarf - september 2014

Málsnúmer 2014090198

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 20. fundur - 27.10.2014

Á fundinum var kynnt starf og hugmyndir vinnuhóps um sértækt hópastarf fyrir ungmenni á Akureyri.

Bæjarráð - 3437. fundur - 13.11.2014

Erindi dagsett 10. nóvember 2014 frá framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindadeildar, fræðslustjóra og framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar. Í erindinu er sótt um fjárveitingu að upphæð kr. 7 milljónir á árinu 2015 til verkefnisins "Sérstækt hópastarf" sem er samstarfsverkefni vegna ýmiskonar vanda grunnskólabarna.
Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mennréttindadeildar og Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið ásamt Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra og Jóni Braga Gunnarssyni hagsýslustjóra.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

Samfélags- og mannréttindaráð - 166. fundur - 30.04.2015

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála mætti á fundinn og kynnti vinnu og þróun við sértækt hópastarf. Skólasmiðja - óhefðbundið skólaúrræði í Rósenborg var sérstaklega kynnt. Meðfylgjandi er stutt lýsing á úrræðinu, ásamt umsóknareyðublaði og þrepaskiptingu verkefna.
Ráðið þakkar Ölfu fyrir kynninguna.

Velferðarráð - 1209. fundur - 20.05.2015

Helga Vilhjálmsdóttir forstöðumaður og Ottó Karl Tulinius félagsráðgjafi kynntu vinnuhóp um sértækt hópastarf - óhefðbundið skólaúrræði í Rósenborg. Meðfylgjandi er yfirlitsblað, stutt lýsing á úrræðinu ásamt umsóknareyðublaði og þrepaskiptingu verkefna.