Samfélags- og mannréttindaráð - starfsemi 2014-2018

Málsnúmer 2014070062

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 148. fundur - 10.07.2014

Rætt um skipulag funda ráðsins, fundartíma, þagnarskyldu o.fl.

Samfélags- og mannréttindaráð - 149. fundur - 14.08.2014

Unnið að gerð fundaáætlunar ráðsins.

Samfélags- og mannréttindaráð - 158. fundur - 18.12.2014

Lögð voru fram drög að fundaáætlun fyrri hluta árs 2015.
Framkvæmdastjóra falið að breyta áætluninni í samræmi við umræður á fundinum.

Samfélags- og mannréttindaráð - 167. fundur - 29.05.2015

Unnið að stefnumótun og starfsáætlanagerð í málaflokkum sem heyra undir ráðið.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála og Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sátu fundinn undir þessum lið, meðan til umræðu voru mál sem undir þær heyra.

Samfélags- og mannréttindaráð - 168. fundur - 11.06.2015

Samþykkt fundaáætlun ráðsins fyrri hluta árs 2015 lögð fram. Rætt um fundi og leyfi í sumar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 169. fundur - 10.09.2015

Lögð voru fram drög að fundaáætlun ráðsins veturinn 2015-2016.
Samþykkt með fyrirvara um breytingar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 177. fundur - 10.12.2015

Lögð fram fundaáætlun ráðsins janúar-júní 2016.

Samfélags- og mannréttindaráð - 188. fundur - 08.09.2016

Umræður um fundaáætlun ráðsins 2016.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir fundaáætlun fyrir septemeber til desember 2016.