Samfélags- og mannréttindaráð

167. fundur 29. maí 2015 kl. 10:00 - 17:45 -
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Eiður Arnar Pálmason
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Fundurinn var haldinn á Öngulstöðum - Lamb-inn í Eyjafjarðarsveit.

1.Unghugar Grófarinnar - geðverndarmiðstöðvar - styrkbeiðni 2015

Málsnúmer 2015040169Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 21. apríl 2015 frá Unghugum Grófarinnar - geðverndarmiðstöðvar, þar sem óskað er eftir 200.000 kr. styrk til að styrkja félagsstarfsemi og uppbyggingu.
Samþykkt að veita kr. 100.000 í styrk til tilraunaverkefnis. Ráðið óskar eftir greinargerð um ráðstöfun.

2.Rúnar Unnsteinsson - styrkumsókn 2015 - Ólympíuleikar í eðlisfræði

Málsnúmer 2015040194Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 23. apríl 2015 frá Rúnari Unnsteinssyni, þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku í Ólympíuleikum í eðlisfræði á Indlandi.
Erindið hefur verið afgreitt í bæjarráði, en óskað er eftir að samfélags- og mannréttindaráð og íþróttaráð fjalli um styrki til ungs afreksfólks.

3.Valtýr Kári Daníelsson - umsókn 2015 - Ólympíuleikar í eðlisfræði

Málsnúmer 2015040221Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 27. apríl 2015 frá Valtý Kára Daníelssyni, þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku í Ólympíuleikum í eðlisfræði á Indlandi.
Erindið hefur verið afgreitt í bæjarráði, en óskað er eftir að samfélags- og mannréttindaráð og íþróttaráð fjalli um styrki til ungs afreksfólks.

4.Fimleikafélag Akureyrar - styrkumsókn 2015 - börn með sérþarfir

Málsnúmer 2015040191Vakta málsnúmer

Umsókn um styrk dagsett 21. apríl 2015 frá Fimleikafélagi Akureyrar. Sótt er um 336.000 kr. vegna tilraunaverkefnis til að bjóða upp á betri þjónustu fyrir börn með sérþarfir.
Ráðið vísar erindinu til umfjöllunar í íþróttaráði.

5.Fimleikafélag Akureyrar - styrkumsókn 2015 - menntun parkourþjálfara

Málsnúmer 2015040192Vakta málsnúmer

Umsókn um styrk dagsett 24. apríl 2015 frá Fimleikafélagi Akureyrar þar sem sótt er um kr. 193.500 til að mennta parkourþjálfara.
Ráðið vísar erindinu til afgreiðslu í íþróttaráði.

6.Anra Productions - styrkumsókn 2015 - heimildamyndin Kviksyndi

Málsnúmer 2015040195Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 22. apríl 2015 frá Helgu Margréti Clarke f.h. Anra Productions um styrk að upphæð kr. 1.000.000 til framleiðslu á heimildamynd.
Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 150.000 með fyrirvara um að áætlanir um fjármögnun myndarinnar gangi eftir og heimild til nýtingar myndarinnar í fræðsluskyni.

7.Kraftlyftingafélag Akureyrar og Íþróttafélagið Draupnir - styrkumsókn 2015

Málsnúmer 2015050109Vakta málsnúmer

Umsókn móttekin 13. maí 2015 frá Kraftlyftingafélagi Akureyrar og Íþróttafélaginu Draupni, um styrk vegna leikjanámskeiða sumarið 2015.
Ráðið getur ekki orðið við erindinu þar sem tilskilin gögn fylgdu ekki umsókn.

8.Samfélags- og mannréttindaráð - starfsemi 2014-2018

Málsnúmer 2014070062Vakta málsnúmer

Unnið að stefnumótun og starfsáætlanagerð í málaflokkum sem heyra undir ráðið.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála og Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sátu fundinn undir þessum lið, meðan til umræðu voru mál sem undir þær heyra.

Fundi slitið - kl. 17:45.