Samfélags- og mannréttindaráð

158. fundur 18. desember 2014 kl. 14:00 - 15:47 -
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Eiður Arnar Pálmason
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Vilberg Helgason
Starfsmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Fundurinn var haldinn á Jafnréttisstofu að Borgum.

Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista og Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista boðuðu forföll og einnig varamenn þeirra.

1.Jafnréttisstofa - jafnréttismál

Málsnúmer 2014110102Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð fór í heimsókn á Jafnréttisstofu. Þar var starfsemin, löggjöf á sviði jafnréttismála og gerð jafnréttisáætlana kynnt. Einnig var fjallað um sameiginleg verkefni á sviði jafnréttismála, m.a. jafnrétti í skólastarfi og aðgerðir til að draga úr kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi. Rætt var sérstaklega um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á árinu 2015.
Fundinn sátu undir þessum lið Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, Ingibjörg Elíasdóttur lögfræðingur og sérfræðingarnir Arnfríður Aðalsteinsdóttir, Bergljót Þrastardóttir og Bryndís Valdemarsdóttir.
Samfélags- og mannréttindaráð þakkar fyrir frábæra kynningu.
Varðandi 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna, hvetur ráðið bæjarstjórn, nefndir, félög og fyrirtæki til að minnast þessara tímamóta með margvíslegum hætti.

2.Skákfélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna Evrópumeistaramóts unglinga í skák

Málsnúmer 2014100020Vakta málsnúmer

Lagt var fram erindi frá Skákfélagi Akureyrar dagsett 2. október 2014, þar sem sótt er um 80.000 kr. styrk vegna þátttöku í Evrópumeistaramóti unglinga í skák.
Ráðið samþykkir styrk til Skákfélagsins kr. 80.000.

3.Samfélags- og mannréttindaráð - starfsemi 2014-2018

Málsnúmer 2014070062Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fundaáætlun fyrri hluta árs 2015.
Framkvæmdastjóra falið að breyta áætluninni í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 15:47.