Ráðning bæjarstjóra 2014-2018

Málsnúmer 2014060081

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3357. fundur - 18.06.2014

Lagður fram ráðningarsamningur við bæjarstjóra Eirík Björn Björgvinsson.

Bæjarstjórn staðfestir samninginn með 7 greiddum atkvæðum.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Gunnar Gíslason D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð - 3442. fundur - 18.12.2014

Lagður fram viðauki dagsettur 18. desember 2014 við ráðningarsamning bæjarstjóra dags. 18. júní 2014.
Meirihluti bæjarráðs staðfestir viðaukann við ráðningarsamninginn.
Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð - 3580. fundur - 14.12.2017

Bæjarráð samþykkir að frá júní 2016 hætti laun bæjastjóra að taka mið af almennum úrskurðum kjararáðs ríkisins eins og kveðið er á um í ráðningarsamningi hans og taki í stað þess mið af breytingum á launavísitölu.