Samiðn - ósk um aðild Akureyrarbæjar að kjarasamningi Samiðnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2014060001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3418. fundur - 03.07.2014

Erindi dags. 26. maí 2014 frá framkvæmdastjóra Samiðnar þar sem fram kemur ósk um aðild Akureyrarbæjar að kjarasamningi Samiðnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 1. júlí 2014.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3426. fundur - 04.09.2014

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 3. júlí sl.
Erindi dagsett 26. maí 2014 frá framkvæmdastjóra Samiðnar þar sem fram kemur ósk um aðild Akureyrarbæjar að kjarasamningi Samiðnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3467. fundur - 06.08.2015

Erindi dagsett 26. maí 2014 frá framkvæmdastjóra Samiðnar þar sem fram kemur ósk um aðild Akureyrarbæjar að kjarasamningi Samiðnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga samningsumboð vegna kjarasamnings við Samiðn.