Bæjarráð

3467. fundur 06. ágúst 2015 kl. 08:30 - 11:52 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Edward Hákon Huijbens áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Edward Hákon Huijbens V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.
Preben Jón Pétursson Æ-lista mætti í forföllum Margrétar Kristínar Helgadóttur.

Í upphafi fundar bauð formaður Preben Jón Pétursson velkominn á hans fyrsta fund í bæjarráði.

1.Kerfisbundin endurskoðun starfmats - framkvæmd

Málsnúmer 2015070059Vakta málsnúmer

Kynnt var niðurstaða vinnu við endurskoðun starfsmatskerfis sveitarfélaga, SAMSTARF, sem nú liggur fyrir, en undanfarna mánuði hefur verið unnið að kerfisbundinni endurskoðun starfsmatskerfisins samkvæmt bókun með gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Samiðn - ósk um aðild Akureyrarbæjar að kjarasamningi Samiðnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2014060001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. maí 2014 frá framkvæmdastjóra Samiðnar þar sem fram kemur ósk um aðild Akureyrarbæjar að kjarasamningi Samiðnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga samningsumboð vegna kjarasamnings við Samiðn.

3.Yfirvinna og starfstengdar greiðslur - reglur

Málsnúmer 2015070097Vakta málsnúmer

Umræða um núgildandi reglur og samþykktir hjá Akureyrarbæ um launakjör, yfirvinnu, starfstengdar greiðslur og aðra þætti í kjaraumhverfi starfsmanna Akureyrarbæjar.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur starfsmannastjóra að vinna áfram að málinu.

4.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2014

Málsnúmer 2014120127Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 13. júlí 2015 frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem óskað er frekari upplýsinga vegna lífeyrisskuldbindinga Akureyrarkaupstaðar en fram koma í skýringu 15 í ársreikningi bæjarins.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að svara bréfritara.
Bæjarráð hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið að hefja þegar viðræður um uppgjör lífeyrisskuldbindinga.

5.AkureyrarAkademían - beiðni um fjárveitingu vegna áranna 2015-2017

Málsnúmer 2015070126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júlí 2015 frá Valgerði S. Bjarnadóttur formanni AkureyrarAkademíunnar þar sem óskað er eftir fjárveitingu frá Akureyrarbæ vegna áranna 2015-2017.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Gunnar Gíslason D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Gunnar Gíslason vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð getur ekki að svo stöddu orðið við erindinu og styrkt AkureyrarAkademíuna umfram þann stuðning sem veittur er í formi niðurgreiddrar húsaleigu.

6.Frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 788. mál

Málsnúmer 2015070021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 3. júlí 2015 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 788. mál, 2015.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. ágúst nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1402.html
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að senda umsögn Akureyrarkaupstaðar í samræmi við umræður á fundinum.

7.Búðargil, Sunnutröð 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2014090264Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. júní 2015:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Búðargils og deiliskipulagi Innbæjar var auglýst í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni þann 29. apríl með athugasemdafresti til 10. júní 2015. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun. Samhliða var auglýst aðalskipulagsbreyting fyrir frístundabyggðina við Búðargil. Engin athugasemd barst.
Þrjár umsagnir bárust:
1) Norðurorka, dagsett 13. maí 2015.
Væntanlegar nýbyggingar virðast vera þétt við regnvatnslögn á suðurenda svæðisins. Þurfi að færa lögnina ber sá kostnaðinn er óskar eftir breytingunni. Einnig er bent á að komi til þess að styrkja verði lagnir á svæðinu, lendir sá kostnaður á lóðarhafa.
2) Sjúkrahúsið á Akureyri, dagsett 20. maí 2015.
Engin athugasemd er gerð.
3) Minjastofnun Íslands, dagsett 15. júní 2015.
Engin athugasemd er gerð en athygli er vakin á lögum um menningarminjar.
Skipulagsnefnd tekur undir ábendingu Norðurorku varðandi hugsanlega færslu á lögnum og að afleiddur kostnaður skuli greiddur af lóðarhafa.
Aðrar umsagnir gefa ekki tilefni til svars.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillögurnar verði samþykktar og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku þeirra.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

8.Aðgengileg ferðasalerni fyrir fatlað fólk á almennum viðburðum og hátíðum á vegum sveitarfélaga og ríkisins

Málsnúmer 2015070114Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 22. júlí 2015 þar sem Ellen Calmon f.h. Öryrkjabandalags Íslands vekur athygli bæjarstjórnar á mikilvægi aðgengilegra ferðasalerna fyrir fatlað fólk á almennum viðburðum og hátíðum á vegum sveitarfélaga og ríkisins.

9.Önnur mál

Málsnúmer 2015010001Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun svohljóðandi:

Bæjarráð vill vekja athygli á þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfélaga þar sem sífellt fleiri haga fjármálum sínum þannig að þeir greiða einungis skatt til ríkisins, þrátt fyrir að njóta mikillar þjónustu sveitarfélaga. Brýnt er að sveitarfélög fái hlutdeild í fjármagnstekju- og virðisaukaskatti.
Bæjarráð fordæmir jafnframt hvers kyns skattsvik, því til að halda uppi samfélagi þurfa allir að leggja sitt af mörkum.
Bæjarráð samþykkir framlagða bókun.

Fundi slitið - kl. 11:52.