Búsetudeild - kynning á starfsemi 2014

Málsnúmer 2014020047

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1179. fundur - 12.02.2014

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri og Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri á búsetudeild kynntu framtíðarhugmyndir varðandi starfsemi félags- og þjónustumiðstöðvar aldraðra í Víðilundi og Bugðusíðu.

Félagsmálaráð leggur til við bæjarráð að stjórn félagsstarfs aldraðra í Víðilundi og Bugðusíðu færist undir samfélags- og mannréttindaráð frá og með 1. júní nk., sbr. greinargerð búsetudeildar dags. 12. febrúar 2014. Þjónustan verði þannig hluti af deild sem fer með annað félags- og tómstundastarf á vegum Akureyrarbæjar.

Félagsmálaráð vísar tillögunni til umsagnar samfélags- og mannréttindaráðs áður en hún fer fyrir bæjarráð.

Samfélags- og mannréttindaráð - 141. fundur - 19.02.2014

Tekinn fyrir 7. liður í fundargerð félagsmálaráðs frá 12. febrúar 2014.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri og Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri á búsetudeild kynntu framtíðarhugmyndir varðandi starfsemi félags- og þjónustumiðstöðvar aldraðra í Víðilundi og Bugðusíðu.
Félagsmálaráð leggur til við bæjarráð að stjórn félagsstarfs aldraðra í Víðilundi og Bugðusíðu færist undir samfélags- og mannréttindaráð frá og með 1. júní nk., sbr. greinargerð búsetudeildar dags. 12. febrúar 2014. Þjónustan verði þannig hluti af deild sem fer með annað félags- og tómstundastarf á vegum Akureyrarbæjar.

Félagsmálaráð vísar tillögunni til umsagnar samfélags- og mannréttindaráðs áður en hún fer fyrir bæjarráð.

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar tillögu félagsmálaráðs og tekur undir að félagsstarf eldri borgara eigi vel heima hjá þeirri deild sem fer með annað félags- og tómstundastarf á vegum bæjarins.

Bæjarráð - 3403. fundur - 27.02.2014

3. liður í fundargerð samfélags- og mannréttinadaráðs dags. 19. febrúar 2014:
Tekinn fyrir 7. liður í fundargerð félagsmálaráðs frá 12. febrúar 2014.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri og Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri á búsetudeild kynntu framtíðarhugmyndir varðandi starfsemi félags- og þjónustumiðstöðvar aldraðra í Víðilundi og Bugðusíðu.
Félagsmálaráð leggur til við bæjarráð að stjórn félagsstarfs aldraðra í Víðilundi og Bugðusíðu færist undir samfélags- og mannréttindaráð frá og með 1. júní nk., sbr. greinargerð búsetudeildar dags. 12. febrúar 2014. Þjónustan verði þannig hluti af deild sem fer með annað félags- og tómstundastarf á vegum Akureyrarbæjar.

Félagsmálaráð vísar tillögunni til umsagnar samfélags- og mannréttindaráðs áður en hún fer fyrir bæjarráð.
Samfélags- og mannréttindaráð fagnar tillögu félagsmálaráðs og tekur undir að félagsstarf eldri borgara eigi vel heima hjá þeirri deild sem fer með annað félags- og tómstundastarf á vegum bæjarins.

Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálaráðs um að stjórn félagsstarfs aldraðra í Víðilundi og Bugðusíðu færist undir samfélags- og mannréttindaráð frá og með 1. júní nk.

Félagsmálaráð - 1196. fundur - 05.11.2014

Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild, Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður á búsetudeild, Hlynur Már Erlingsson forstöðumaður á búsetudeild og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu heimaþjónustu A og B.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.