Félagsmálaráð

1196. fundur 05. nóvember 2014 kl. 14:00 - 17:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir formaður
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri
  • Bryndís Dagbjartsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagserindi 2014 - áfrýjanir

Málsnúmer 2014010041Vakta málsnúmer

Ester Lára Magnúsdóttir og Selma Heimisdóttir félagsráðgjafar á fjölskyldudeild kynntu áfrýjanir í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

2.Sérstakar húsaleigubætur - ábending varðandi leigjendur Brynju Hússjóðs

Málsnúmer 2014100353Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Guðrúnu Pálmadóttur réttindagæslumanni fatlaðra dagsett 21. október 2014 varðandi sérstakar húsaleigubætur til leigjenda Brynju Hússjóðs.

Málinu frestað til næsta fundar.

3.SÁÁ - samstarf

Málsnúmer 2014100351Vakta málsnúmer

Tekið til umræðu samstarf Akureyrarbæjar og SÁÁ.

Farið var yfir málið en afgreiðslu frestað til næsta fundar félagsmálaráðs.

4.Velferðaráætlun

Málsnúmer 2014100352Vakta málsnúmer

Rætt um gerð velferðarstefnu.

Áformað er að vinna við gerð velferðarstefnu muni hefjast eftir áramót.

5.Öldrunarrými - biðlisti 2014

Málsnúmer 2014010199Vakta málsnúmer

Biðlisti eftir dagvistar- dvalar- og hjúkrunarrýmum á Akureyri lagður fram til kynningar.
Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild og Rannveig Guðnadóttir starfsmaður færni- og heilsumatsnefndar Norðurlands sátu fundinn undir þessum lið.

6.Búsetudeild - kynning á starfsemi 2014

Málsnúmer 2014020047Vakta málsnúmer

Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild, Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður á búsetudeild, Hlynur Már Erlingsson forstöðumaður á búsetudeild og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu heimaþjónustu A og B.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

7.Velferðarráðuneytið - ósk um viðræður vegna þjónustu við fólk með geðraskanir á Akureyri

Málsnúmer 2013070004Vakta málsnúmer

Kynnt staða mála í viðræðum við velferðarráðuneytið vegna þjónustu við fólk með geðraskanir.

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti viðræður við velferðarráðuneytið um þjónustu við fólk með geðraskanir á Akureyri. Fyrir liggur minnisblað með upplýsingum um þjónustuþætti sem Akureyrarbær óskar eftir að skoðað verði með tilliti til samstarfs um fjármögnun. Minnisblaðið er nú til skoðunar hjá velferðarráðuneytinu sem mun fljótlega boða fulltrúa Akureyrarbæjar á fund.

Félagsmálaráð óskar eftir að taka málið aftur fyrir á næsta fundi sínum.

Fundi slitið - kl. 17:00.