Samfélags- og mannréttindaráð

141. fundur 19. febrúar 2014 kl. 17:00 - 18:41 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Alþjóðastofa - starfsemi

Málsnúmer 2014010130Vakta málsnúmer

Zane Brikovska verkefnastjóri fjölmenningarmála mætti á fundinn og sagði frá því helsta sem er á döfinni í starfi Alþjóðastofu.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Zane fyrir komuna.

2.Súlur Björgunarsveitin á Akureyri - kynning á ungmennastarfi

Málsnúmer 2014020102Vakta málsnúmer

Magnús Viðar Arnarsson formaður Súlna Björgunarsveitarinnar á Akureyri var gestur fundarins undir þessum lið og kynnti nýliðastarf sveitarinnar og samstarf við Skátafélagið Klakk.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Magnúsi fyrir komuna.

3.Búsetudeild - kynning á starfsemi 2014

Málsnúmer 2014020047Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir 7. liður í fundargerð félagsmálaráðs frá 12. febrúar 2014.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri og Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri á búsetudeild kynntu framtíðarhugmyndir varðandi starfsemi félags- og þjónustumiðstöðvar aldraðra í Víðilundi og Bugðusíðu.
Félagsmálaráð leggur til við bæjarráð að stjórn félagsstarfs aldraðra í Víðilundi og Bugðusíðu færist undir samfélags- og mannréttindaráð frá og með 1. júní nk., sbr. greinargerð búsetudeildar dags. 12. febrúar 2014. Þjónustan verði þannig hluti af deild sem fer með annað félags- og tómstundastarf á vegum Akureyrarbæjar.

Félagsmálaráð vísar tillögunni til umsagnar samfélags- og mannréttindaráðs áður en hún fer fyrir bæjarráð.

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar tillögu félagsmálaráðs og tekur undir að félagsstarf eldri borgara eigi vel heima hjá þeirri deild sem fer með annað félags- og tómstundastarf á vegum bæjarins.

4.Fjárhagsáætlun 2013 - samfélags- og mannréttindamál

Málsnúmer 2012060197Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit ársins 2013 fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.

5.Félagsmiðstöðvar og forvarnir

Málsnúmer 2014020103Vakta málsnúmer

Umræður um forvarnahlutverk félagsmiðstöðva og mögulega styrkingu þess.

6.Gæfusporið 2013-2014

Málsnúmer 2013080206Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um starfsemi Gæfusporsins á árinu 2013. Gæfusporið er meðferðarúrræði fyrir konur sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi í æsku og er rekið af Starfsendurhæfingu Norðurlands samkvæmt samningi við Akureyrarbæ.

Fundi slitið - kl. 18:41.