Fráveita Akureyrarbæjar - flutningur til Norðurorku

Málsnúmer 2013100211

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3386. fundur - 24.10.2013

Rætt um hugsanlega sölu á fráveitu Akureyrarbæjar til Norðurorku hf.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Hólmgrímur Bjarnason endurskoðandi bæjarins mættu á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarfulltrúunum Oddi Helga Halldórssyni L-lista og Guðmundi Baldvini Guðmundssyni B-lista, ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna áfram að málinu.

Bæjarráð - 3393. fundur - 12.12.2013

Í bæjarráði þann 24. október 2013 var rætt um hugsanlegan flutning á fráveitu Akureyrarbæjar til Norðurorku hf. Bæjarráð fól bæjarfulltrúunum Oddi Helga Halldórssyni L-lista og Guðmundi Baldvini Guðmundssyni B-lista, ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna áfram að málinu.
Staða málsins kynnt.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vöktu Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista á því athygli að þau teldu sig vanhæf að fjalla um þennan lið vegna stjórnarsetu í Norðurorku hf.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt samhljóða.
Halla Björk Reynisdóttir og Geir Kristinn Aðalsteinsson viku af fundi við kynningu og umræðu málsins.

Bæjarráð - 3394. fundur - 19.12.2013

Framhald umræðna frá síðasta fundi bæjarráðs um málið.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Halla Björk Reynisdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið vegna stjórnarsetu í Norðurorku hf.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt.
Halla Björk Reynisdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins og í hennar stað mætti Hlín Bolladóttir L-lista undir þessum lið.
Oddur Helgi Halldórsson varaformaður tók við fundarstjórn undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu en boðar til fundar um framhald málsins mánudaginn 30. desember nk. kl. 16:00.

Hlín Bolladóttir vék af fundi og Halla Björk Reynisdóttir formaður bæjarráðs mætti og tók við fundarstjórn.

Bæjarráð - 3395. fundur - 30.12.2013

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 19. desember sl.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að ganga frá samningum um yfirfærslu fráveitu til Norðurorku hf, undirrita yfirfærslusamning með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Miða skal við að Norðurorka hf taki yfir rekstur fráveitu, frá og með 31. desember 2013.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir sat hjá við afgreiðslu.

Sigurður Guðmundsson A-lista og Ólafur Jónsson D-lista óska bókað:
Við teljum að yfirfærsla fráveitu til Norðurorku hf sé vænlegur kostur enda komi til að tillaga okkar um skilmálabreytingu lána gangi eftir.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista og Logi Már Einarsson S-lista óska bókað:
Vegna sölu á fráveitu óskuðu fulltrúar minnihlutans eftir því að leitað yrði til eigenda þeirra lána sem fyrirhugað er að Norðurorka yfirtaki við söluna og kannað hvort þeir féllust á yfirtökuna. Slíkt liggur ekki fyrir og þar sem hér gæti orðið um að ræða tugmilljóna króna greiðslu á fjármagnstekjuskatti, teljum við í ljósi hagsmuna sveitarfélagsins að mikilvægt sé að það liggi fyrir við endanlega ákvörðunartöku. Teljum við því að rétt hefði verið að fresta afgreiðslu málsins þar til fyrir lægi afstaða skuldareigenda.

L-listinn leggur fram eftirfarandi bókun:
L-listinn hefur, ásamt starfsmönnum bæjarins verið að skoða síðan snemma árs 2011 að færa fráveitu sveitarfélagsins yfir til Norðurorku hf. Ástæðan er fyrst og fremst sú að rekstur fráveitu fellur mjög vel að rekstri Norðurorku og við teljum að ná megi fram hagræðingu, til hagsbóta, bæði fyrir bæjarsjóð og Norðurorku.
Teljum við að með yfirfærslunni séu betri tækifæri til eflingar rekstursins og hagræðingar, sem mun svo geta skilað sér til bæjarbúa í bættri þjónustu og lægri fráveitugjöldum.
Akureyrarbær á 98,26% í Norðurorku hf og því fara hagsmunir Norðurorku saman við hagsmuni bæjarins.
Í allt haust hefur verið unnið markvisst að því að klára þetta ferli og miðað þá yfirfærsluna við áramót, en það einfaldar mjög yfirfærsluna.
Samningur um yfirfærslu mun koma fyrir bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3349. fundur - 21.01.2014

1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 30. desember 2013:
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 19. desember sl.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að ganga frá samningum um yfirfærslu fráveitu til Norðurorku hf, undirrita yfirfærslusamning með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Miða skal við að Norðurorka hf taki yfir rekstur fráveitu, frá og með 31. desember 2013.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir sat hjá við afgreiðslu.

Sigurður Guðmundsson A-lista og Ólafur Jónsson D-lista óska bókað:
Við teljum að yfirfærsla fráveitu til Norðurorku hf sé vænlegur kostur enda komi til að tillaga okkar um skilmálabreytingu lána gangi eftir.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista og Logi Már Einarsson S-lista óska bókað:
Vegna sölu á fráveitu óskuðu fulltrúar minnihlutans eftir því að leitað yrði til eigenda þeirra lána sem fyrirhugað er að Norðurorka yfirtaki við söluna og kannað hvort þeir féllust á yfirtökuna. Slíkt liggur ekki fyrir og þar sem hér gæti orðið um að ræða tugmilljóna króna greiðslu á fjármagnstekjuskatti, teljum við í ljósi hagsmuna sveitarfélagsins að mikilvægt sé að það liggi fyrir við endanlega ákvörðunartöku. Teljum við því að rétt hefði verið að fresta afgreiðslu málsins þar til fyrir lægi afstaða skuldareigenda.

L-listinn leggur fram eftirfarandi bókun:
L-listinn hefur, ásamt starfsmönnum bæjarins verið að skoða síðan snemma árs 2011 að færa fráveitu sveitarfélagsins yfir til Norðurorku hf. Ástæðan er fyrst og fremst sú að rekstur fráveitu fellur mjög vel að rekstri Norðurorku og við teljum að ná megi fram hagræðingu, til hagsbóta, bæði fyrir bæjarsjóð og Norðurorku.
Teljum við að með yfirfærslunni séu betri tækifæri til eflingar rekstursins og hagræðingar, sem mun svo geta skilað sér til bæjarbúa í bættri þjónustu og lægri fráveitugjöldum.
Akureyrarbær á 98,26% í Norðurorku hf og því fara hagsmunir Norðurorku saman við hagsmuni bæjarins.
Í allt haust hefur verið unnið markvisst að því að klára þetta ferli og miðað þá yfirfærsluna við áramót, en það einfaldar mjög yfirfærsluna.
Samningur um yfirfærslu mun koma fyrir bæjarstjórn.

Lagður fram undirritaður samningur um yfirtöku Norðurorku hf á fráveitu Akureyrarbæjar dags. 31. desember 2013.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið vegna stjórnarsetu í Norðurorku hf. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Geir Kristinn vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti á fundinn undir þessum lið í stað Geirs Kristins Aðalsteinssonar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista lagði fram tillögu um að fresta afgreiðslu málsins til næsta bæjarstjórnarfundar. Tillagan var borin upp og var hún samþykkt með 10 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Helgi Snæbjarnarson L-lista vék af fundi og Geir Kristinn Aðalsteinsson tók aftur sæti á fundinum.

Bæjarráð - 3407. fundur - 27.03.2014

Umræður um yfirfærslu fráveitu Akureyrarbæjar til Norðurorku hf.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Halla Björk Reynisdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista vék af fundi við umræðu málsins.

Bæjarstjórn - 3353. fundur - 01.04.2014

Tekinn fyrir að nýju samningur um flutning Fráveitu Akureyrarbæjar til Norðurorku sem bæjarstjórn frestaði afgreiðslu á á fundi sínum 21. janúar 2014.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vöktu Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista og Halla Björk Reynisdóttir L-lista á því athygli að þau teldu sig vanhæf að fjalla um þennan lið vegna stjórnarsetu í Norðurorku.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Geir Kristinn Aðalsteinsson og Halla Björk Reynisdóttir yfirgáfu fundinn og tóku ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins.

Oddur Helgi Halldórsson 1. varaforseti tók við stjórn fundarins.

Víðir Benediktsson L-lista og Silja Dögg Baldursdóttir L-lista tóku sæti á fundinum í stað Geirs Kristins Aðalsteinssonar og Höllu Bjarkar Reynisdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn með 7 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Logi Már Einarsson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista og Logi Már Einarsson S-lista lögðu fram bókun svohljóðandi:

Fulltrúar minnihlutans óskuðu eftir því í lok síðasta árs að leitað yrði til eigenda þeirra lána sem Norðurorka yfirtekur við kaup á fráveitunni og samþykki þeirra fengið fyrir yfirtöku lánanna. Þetta var gert til fá á hreint hvort sú leið væri fær og taka þar með af allan vafa um greiðslu á fjármagnstekjuskatti upp á tugmilljónir króna. Því miður hefur þetta ekki gengið eftir og teljum við með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi að ekki sé hægt að samþykkja söluna.