Bæjarstjórn

3353. fundur 01. apríl 2014 kl. 16:00 - 19:35 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Sigurður Guðmundsson
 • Silja Dögg Baldursdóttir
Starfsmenn
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
 • Hlín Bolladóttir
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Oddur Helgi Halldórsson 1. varaforseti
 • Inda Björk Gunnarsdóttir
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Víðir Benediktsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Logi Már Einarsson
 • Ólafur Jónsson
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að víxla röð 3. og 4. dagskrárliðar í útsendri dagskrá, þannig að 3. liður verði Stöðuskýrsla nefnda - framkvæmdaráð og stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og 4. liður verði Fráveita Akureyrarbæjar - flutningur til Norðurorku og var það samþykkt samhljóða.

1.Endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar 2013-2018

Málsnúmer 2011020012Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 23. janúar 2014:
Drög að stefnunni tekin fyrir að nýju.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra að ganga frá þeim í samræmi við þær breytingatillögur sem fram komu á fundinum.

Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða menningarstefnu Akureyrarbæjar 2013-2018 með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Verkefnisstjórn um mótun atvinnustefnu

Málsnúmer 2011110167Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 27. mars 2014:
Atvinnustefna Akureyrar tekin til lokaafgreiðslu frá stjórninni. Farið var yfir þær hugmyndir og tillögur sem fram komu á lokastigum vinnunnar þar sem fulltrúar allra stjórnmálaflokka í bæjarstjórn fóru sérstaklega yfir hana með verkefnisstjóra atvinnumála á Akureyrarstofu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi drög.

Jóhann Jónsson fulltrúi S-lista í stjórninni óskar bókað: Ég fagna þeirri vinnu sem hér hefur verið unnin og á mörgum þáttum hefur verið tekið m.a. hlutverki sveitarfélagins. Reynt hefur verið að ná sem mestri sátt meðal stjórnmálaflokka og ber að þakka fyrir það. Lítill tími hefur hins vegar gefist til að fara yfir breytingarnar sem hér eru til afgreiðslu og því sit ég hjá við þessa afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða Atvinnustefnu Akureyrar 2014-2021 með 10 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarssonar S-lista sat hjá við afgreiðslu.

3.Stöðuskýrsla nefnda - framkvæmdaráð og stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2013090098Vakta málsnúmer

Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi og formaður framkvæmdaráðs og stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar gerði grein fyrir stöðuskýrslu nefndanna.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

4.Fráveita Akureyrarbæjar - flutningur til Norðurorku

Málsnúmer 2013100211Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir að nýju samningur um flutning Fráveitu Akureyrarbæjar til Norðurorku sem bæjarstjórn frestaði afgreiðslu á á fundi sínum 21. janúar 2014.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vöktu Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista og Halla Björk Reynisdóttir L-lista á því athygli að þau teldu sig vanhæf að fjalla um þennan lið vegna stjórnarsetu í Norðurorku.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Geir Kristinn Aðalsteinsson og Halla Björk Reynisdóttir yfirgáfu fundinn og tóku ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins.

Oddur Helgi Halldórsson 1. varaforseti tók við stjórn fundarins.

Víðir Benediktsson L-lista og Silja Dögg Baldursdóttir L-lista tóku sæti á fundinum í stað Geirs Kristins Aðalsteinssonar og Höllu Bjarkar Reynisdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn með 7 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Logi Már Einarsson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista og Logi Már Einarsson S-lista lögðu fram bókun svohljóðandi:

Fulltrúar minnihlutans óskuðu eftir því í lok síðasta árs að leitað yrði til eigenda þeirra lána sem Norðurorka yfirtekur við kaup á fráveitunni og samþykki þeirra fengið fyrir yfirtöku lánanna. Þetta var gert til fá á hreint hvort sú leið væri fær og taka þar með af allan vafa um greiðslu á fjármagnstekjuskatti upp á tugmilljónir króna. Því miður hefur þetta ekki gengið eftir og teljum við með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi að ekki sé hægt að samþykkja söluna.

5.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 13., 20. og 27. mars 2014
Bæjarráð 20. og 27. mars 2014
Framkvæmdaráð 14. mars 2014
Íþróttaráð 13. og 27. mars 2014
Samfélags- og mannréttindaráð 12. og 19. mars 2014
Skipulagsnefnd 26. mars 2014
Skólanefnd 17. mars 2014
Stjórn Akureyrarstofu 20. og 27. mars 2014
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 14. mars 2014

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 19:35.