Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

448. fundur 18. júní 2013 kl. 13:00 - 14:20 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Þrumutún 2 - umsókn um stoðvegg

Málsnúmer BN060603Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júní 2013 þar sem Ingvar Ívarsson f.h. Sigurgeirs Svavars ehf., kt. 680303-3630, sækir um leyfi fyrir stoðvegg að gangstétt við Sómatún á lóð nr. 2 við Þrumutún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ingvar Ívarsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Skilyrt er að allar undirstöður verði innan lóðarmarka og verkið verði unnið í samráði við veitustofnanir og framkvæmdadeild Akureyrarbæjar.

2.Víðilundur 10a - umsókn um svalalokun

Málsnúmer 2013060150Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júní 2013 þar sem Grétar Ólafsson sækir um byggingarleyfi til að loka svölum á íbúð sinni nr. 10A við Víðilund með svalalokunarkerfi. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Glerárgata 36 - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2013060155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júní 2013 þar sem Sigurður Einarsson f.h. Bílasölunnar Bílaríkis ehf., kt. 420190-2209, sækir um skammtímaleyfi til að setja niður sumarhús á lóð nr. 36 við Glerárgötu.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu þar sem samþykki lóðarhafa vantar. Einnig er óskað eftir upplýsingum um nákvæma staðsetningu sumarhússins á lóðinni og ástæðum þess að óskað er eftir skammtímaleyfinu.

4.Grundargata 6 - úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2013060153Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júní 2013 þar sem Jóhann Freyr Jónsson sækir um leyfi fyrir auka úrtaki úr kantsteini við lóð nr. 6 við Grundargötu. Meðfylgjandi er tillaga að úrtaki.

Skipulagsstjóri frestar erindinu þar til sótt hefur verið um byggingarleyfi með aðalteikningum fyrir breytingum innanhúss eins og farið hefur verið fram á.

5.Vanabyggð 17 - breyting á bílastæði

Málsnúmer BN080247Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. júní 2013 þar sem Hannes Helgasson, Eydís Hrönn Vilhjálmsdóttir og Stefán H. Halldórsson sækja um breytingu á áður samþykktu 5 m breiðu bílastæði í 7,5 m við lóð nr. 17 við Vanabyggð skv. meðfylgjandi teikningu sem sýnir stærð og staðsetningu bílastæðisins. Einnig er óskað eftir að Akureyrarbær greiði kostnað við nýtt bílastæði.

Skipulagsstjóri samþykkir stækkun bílastæðisins úr 5 m í 7,5 m. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

Skipulagsstjóri getur ekki orðið við beiðni um greiðslu kostnaðar vegna bílastæðanna.

6.Strandgata 49 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2012121159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. júní 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Tis ehf., kt. 620905-1270, sækir um breytingar á húsi nr. 49 við Strandgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ingólf Guðmundsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu þar sem áður gerðar athugasemdir hafa ekki verið teknar til greina.

7.Þingvallastræti 50, Pálmholt - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2013050125Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. maí 2013 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar innan- og utanhúss við leikskólann Pálmholt við Þingvallastræti, neðra hús. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Innkomnar teikningar 14. júní 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Bugðusíða 1 - umsókn um breytingar

Málsnúmer BN040205Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. maí 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Sjálfsbjargar Akureyri ehf., kt. 570269-2599, sækir um breytingar innanhúss í eignarhluta félagsins og erindi dagsett 18. júní 2013 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Líkamsræktarinnar Bjargs ehf., kt. 460900-2980, sækir um leyfi til stækka glugga á suðurhlið eignarhluta félagsins í húsinu Bugðusíðu 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson mótteknar 18. júní 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Eyrarlandsvegur 30 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2011090152Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi til breytinga utanhúss á kaffihúsinu í Lystigarðinum að Eyrarlandsvegi 30. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Innkomnar teikningar 13. júní 2013. Fyrir liggur samþykki Sjúkrahússins á Akureyri vegna bílastæðis fatlaðra.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:20.