Bæjarráð

3375. fundur 25. júlí 2013 kl. 09:00 - 09:32 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Dagskrá
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti í forföllum Sigurðar Guðmundssonar.
Edward H. Huijbens V-lista mætti í forföllum Andreu S. Hjálmsdóttur
Aðal- og varafulltrúi S-lista boðuðu forföll.

1.Miðbær Akureyrar, skipulags- og matslýsing

Málsnúmer 2013060045Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 17. júlí 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulags- og matslýsingu dagsetta 17. júlí 2013, unna af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf. og Kollgátu ehf. vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 sem gera þarf vegna nýs deiliskipulags í miðbænum.
Haldinn var opinn kynningarfundur fyrir íbúa um lýsinguna þann 26. júní 2013.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 4. júní 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

2.Aðalskipulagsbreyting vegna akstursíþrótta- og skotsvæðis

Málsnúmer 2013040061Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 17. júlí 2013:
Tekið fyrir að nýju þar sem bæjarstjórn bókaði á fundi sínum 25. júní 2013 að skipulagsnefnd skyldi taka formlega fyrir athugasemdir Skipulagsstofnunar um lýsingu sem fram koma í bréfi dagsettu 12. júní 2013.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 dagsetta 17. júlí 2013, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna stækkunar akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal og annarra breytinga á svæði 1.61.3-O.
Umsagnir vegna skipulagslýsingarinnar bárust frá:
1) Skipulagsstofnun, dagsett 12. júní 2013.
a) Bent er á að aðalskipulagsbreytingin fellur undir lög um umhverfismat áætlana og skal því í umhverfisskýrslu gera grein fyrir áhrifum hennar á þá umhverfisþætti sem við á.
b) Stofnunin telur að í umhverfisskýrslu þurfi að meta hugsanleg áhrif breytingarinnar á neysluvatn og mannvirki þeim tengd.
c) Meta þarf áhrif stækkunar, aukinnar starfsemi og hávaða frá akstursíþrótta- og skotsvæðinu á nýja landnotkun norðan Hlíðarfjallsvegar.
2) Norðurorku, dagsett 13. júní 2013.
Hugsanleg breyting á legu lagna skal kostuð af lóðarhafa. Við aðalskipulag og deiliskipulag þarf að hafa samráð um útfærslu á lagnaleiðum.
3) Vegagerðinni, sem gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.
Svar við athugasemdum vegna lýsingar:
1 a) Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar og viðbætur gerðar í greinargerð.
b) Tillagan er unnin í nánu samstarfi við Norðurorku og eru ekki lagðar til neinar breytingar á lögnum vatnsveitu sem eru neðanjarðar og liggja um svæðið. Hinsvegar er gert ráð fyrir sérstakri lóð fyrir lokahús, vatnstank og athafnasvæði vegna vatnsveitu með séraðkomu frá Hlíðarfjallsvegi og hún er því ekki tengd öðrum svæðum með beinum hætti.
c) Áhrif stækkunar, umfangs starfsemi og hávaða frá akstursíþrótta- og skotsvæði á nýja landnotkun í Hálöndum verður metið og skoðað sérstaklega við vinnslu deiliskipulagstillögu.
2) Samráð mun verða haft við Norðurorku um útfærslu á lagnaleiðum ef til breytinga kemur.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 4. júní 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

3.Þjónusta við hælisleitendur

Málsnúmer 2013070061Vakta málsnúmer

Erindi dags. 10. júlí 2013 frá innanríkisráðuneytinu þar sem leitað er eftir samstarfi við sveitarfélög um þjónustu við hælisleitendur.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um verkefnið.

4.Gatnagerðargjöld - breytingar

Málsnúmer 2012060062Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 19. júní 2012 að 20% afsláttur frá gatnagerðargjaldi skv. gjaldskrá yrði framlengdur til 30. júní 2013 eða í eitt ár.
Bæjarráð samþykkir að framlengja afsláttinn til 30. júní 2014 og felur bæjarlögmanni að annast gildistöku með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Fundi slitið - kl. 09:32.